fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Birgitta: „Ég er bara svona persóna, að annað hvort hatar fólk mig eða fólk elskar mig“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 7. febrúar 2016 22:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgitta Jónsdóttir segir að það blundi ekki í henni að verða forsætisráðherra. Skoðun hennar er sú að fólk eigi að veljast í stöður eftir hæfileikum. Birgitta var gestur Björns Inga í þættinum Eyjan á Stöð 2. Í frétt Eyjunnar segir að Birgitta sé ákveðin í að bjóða sig aftur fram fyrir Pírata í næstu kosningum en líkt og greint hefur verið frá á dv.is skipti Birgitta um skoðun til að koma í veg fyrir að frjálshyggjumenn tækju yfir Pírata. Frjálshyggjumenn sökuðu Birgittu á móti um að svíkja fyrri yfirlýsingar sínar nú þegar kosningar nálgast af ótta við að missa af þægindum og fríðindum sem fylgja þingmennskunni.

Í Eyjunni sagði Birgitta að hún vildi geta stutt nýja þingmenn Pírata. Ekki séu margir reynsluboltar í flokknum. Sagði hún óábyrgt af sér að fara frá borði á þessari stundu.

Þegar Birgitta var spurð hvort hún væri umdeild innan Píratahreyfingarinnar svaraði hún:

„Ég er bara svona persóna, að annað hvort hatar fólk mig eða fólk elskar mig. Það er ekkert þar á milli og ég er alveg vön því.“

Þá spurði Björn Ingi hvort hún væri að stilla sér upp sem forsætisráðherraefni. Sagði Birgitta að meta þyrfti eftir kosningar hver væri hæfur til að gegna embættinu. „Það blundar ekki lítill forsætisráðherra í maganum á mér,“ bætti Birgitta við.

Hér má horfa á þáttinn í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Í gær

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt