fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Sótt eftir að hafa sofnað fyrir utan skemmtistað

Tvö umferðar óhöpp urðu í nótt – Ansi margir stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 6. febrúar 2016 09:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var erilsamt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og í gærkvöldi. Alls sinnti lögreglan átta verkefnum og voru þau af ýmsum toga.

Á fimmta tímanum í nótt var lögreglunni tilkynnt um konu sem svaf yfir utan skemmtistað í miðbænum. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að ekki hafi verið unnt að koma konunni til síns heima og var hún því vistuð í fangageymslu.

Þá voru ansi margir ökumenn stöðvaðir í umferðinni í nótt, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.

Tvö umferðar óhöpp urðu í nótt og í gærkvöldi. Fyrra slysið átti sér stað laust eftir klukkan 11. Þar skullu tvær bifreiðir saman á gatnamótum Álfheima og Suðurlandsbrautar. Þrír voru fluttir á slysadeild.

Seinna óhappið var svo um klukkan þrjú í nótt við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Þar lentu bifreiðar saman og er einn ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat