fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Kári um offituumælin: „Þessa lotu vann forsætisráðherra 10-0“

Biðst afsökunar á orðum sínum – Telur líklegt að mistök hafi átt sér stað í þýðingu Grapevine

Ritstjórn DV
Laugardaginn 6. febrúar 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, baðst í morgun afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í viðtali í Reykjavík Grapevine. Frá þessu greindi Kári í viðtali við Helga Seljan í útvarpsþættinum Vikulokin á Rás 1 í morgun.

Í viðtalinu sagðist Kári ekki eiga í deilum Sigmund Davíð og spurði blaðamann Reykjavík Grapevine:

„Hvers vegna ætti ég að eiga í deilum við þennan litla tveggja ára offitusjúkling?“

Sjá einnig: „Hvers vegna ætti ég að eiga í deilum við þennan litla tveggja ára offitusjúkling“

Kári sagði að hann hafi ekki verið alveg nógu skýr í viðtalinu og því hafi ummælin komið svona út. Þá telur hann líklegt að eitthvað hafi misfarist í þýðingu og mögulega hafi blaðamaður Grapevine ekki náð inntaki orða hans nægilega vel. Því hafi þetta litið verra út en hann ætlaði.

Kári sagði að skýringin á þessum orðum hans hafi verið sú að samstarfsmaður hans hjá Íslenskri erfðagreiningu hafi á dögunum sagt um Kára og Sigmund að þeir væru eins og tveir, feitir, tveggja ára drengir sem væru að rífast um leikfang.

Kári baðst afsökunar á þessum ummælum í viðtalinu við Helga og sagði jafnframt að hann bæri virðingu fyrir Sigmundi Davíð, hann væri snjall maður þó að þeir deildu nú um stöðu heilbrigðiskerfisins.

„Þessi skítur er á mína ábyrgð, þessa lotu vann forsætisráðherra 10-0. Þó forgangsröðin sé ekki rétt hjá honum hvað varðar heilbrigðiskerfið,“ sagði Kári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu