fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Senda samúðarkveðju til konunnar í Hlíðamálinu: „Frávísun er ekki sýkna“

Aktívistar gegn nauðgunarmenningu senda yfirlýsingu – „Þyngra en tárum taki að horfa upp á enn eitt málið enda með frávísun“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. febrúar 2016 18:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baráttuhópurinn Aktívistar gegn nauðgunarmenningu hafa sent frá sér yfirlýsingu eftir að héraðsdómur ákvað að vísa frá ákærum í Hlíðamálinu svokallaða.

„Það er þyngra en tárum taki að horfa upp á enn eitt málið í þessum brotaflokki enda með frávísun, en líkt og fram hefur komið er sönnunarbyrði þessara mála þung og landslagið sem horfir við þolendum óvægið og gerendavænt með meiru,“ segir í yfirlýsingunni.

Hópurinn sendir konunni sem kærði málið, en var í dag vísað frá, sérstakar baráttu- og samúðarkveðjur.

„Við þig, hugrakka kona (og aðra þolendur í svipaðri stöðu), viljum við segja eftirfarandi: Þú ert ekki ein, við stöndum með þér og hugsum hlýtt til þín. Skömminni hefur þú skilað á sinn stað með kærunni og fyrir það máttu vera stolt af sjálfri þér, þetta krefst mikils styrks. Mundu einnig að frávísun máls er ekki sýkna.“

Eins og greint var frá fyrr í dag hefur héraðssaksóknari fellt niður mál tveggja manna sem voru kærðir fyrir nauðgun sem átti að hafa átt sér stað í Hlíðunum í október á síðasta ári.

Sjá einnig: Nauðgunarkærur í Hlíðarmáli felldar að hluta til niður

Þar kom þó fram að nauðgunarkæra gegn öðrum manninum, væri enn til meðferðar hjá héraðssaksóknara.

„Einnig viljum við senda konunni sem á málið sem er enn til meðferðar hjá saksóknaraembættinu baráttukveðjur.“

„Aktívistar gegn nauðgunarmenningu: María Lilja Þrastardóttir Brynhildur Yrsa Valkyrja Guðmundsdóttir Linda Björk Eiríksdóttir Benedikta Ketilsdóttir Hildur Lilliendahl Viggósdóttir Sóley Tómasdóttir Steinunn Ýr Einarsdóttir Elísabet Ýr Atladóttir Ósk Gunnlaugsdóttir Birgitta Sigurðardóttir Hildur Guðbjörnsdóttir Bjarndís Helga Tómasdóttir Hugrún Jónsdóttir Áslaug Hauksdóttir Særún Magnea Samúelsdóttir Aðalheiður Jóhannsdóttir Bára Jóhannesdóttir Guðrúnardóttir Sigrún Huld Skúladóttir Fjóla Dísa Skúladóttir Brynhildur Björnsdóttir Saga Kjartansdóttir Erla E. Völudóttir Edda Ýr Garðardóttir Guðný Elísa Guðgeirsdóttir Helga D. Í. Sigurðardóttir Kristín I. Pálsdóttir Sóley Björk Stefánsdóttir“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala