fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

„Hvers vegna ætti ég að eiga í deilum við þennan litla tveggja ára offitusjúkling“

Kári Stefánsson segist ekki eiga í deilum við Sigmund Davíð Gunnlaugsson – Segir forsætisráðherra stunda „skítkast“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. febrúar 2016 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist ekki eiga í neinum deilum við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, en kallar hann lítinn strák og offitusjúkling.

„Ég á í engum deilum við forsætisráðherrann,“ segir Kári í samtali við Reykjavík Gripevine og bætir glottandi við:

„Hvers vegna ætti ég að eiga í deilum við þennan litla tveggja ára offitusjúkling?“

Mikið hefur verið fjallað um samskipti Kára og Sigmundar síðustu misseri eða eftir að Kári hóf undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist af stjórnvöldum að verja ellefu prósentum af vergri landsframleiðslu til heilbrigðismála.

Kári og Sigmundur hafa síðan þá staðið í skeytasendingum og skotið á hvorn annan í pistlum á samfélagsmiðlum og í viðtölum við fjölmiðla.

Kári segir í viðtalinu að Sigmundur hafi svarað gagnrýni hans með barnalegum móðgunum og því sé ekki hægt að tala um deilur þeirra á milli.

„Það lítur út fyrir að hann sé umkringdur slæmum ráðgjöfum. Það sem hann hefur látið eftir sér í þessari umræðu er ekki sæmandi fyrir forsætisráðherra.“

Kári segir að hann geti skrifað hvað sem hann vill, enda sé hann óbreyttur borgari. Hann segir Sigmund hins vegar „kasta skít í hann“ í hvert skipti sem hann tjáir sig.

„Ég er vanur slíku skítkasti, í raun og veru. Ég hef fengið flestar mínar hitaeiningar í formi slíkra skítkasta. Að forsætisráðherra skuldi stunda slíkt er órökrétt. Hann virðist vera óöryggur og fer samstundis í vörn.“

Hér má lesa viðtalið í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt