fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Byggingarkrani hrundi í New York: Einn lést og tveir slösuðust

Sterkir vindar felldu kranann – Lenti á mörgum bifreiðum við götuna – Fyrsta kranaslysið í New York síðan árið 2008

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. febrúar 2016 16:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn lést og tveir slösuðust þegar að stór byggingarkrani féll til jarðar á Manhattan í New York fyrr í dag.

Á vef BBC segir að kraninn hafi fallið á Broadway í Tribeca-hverfinu snemma í morgun. Samkvæmt slökkviliðinu í New York féll kraninn á margar bifreiðar sem lagt var við götuna.

Haft er eftir Bill de Blasio, borgarstjóra New York, sem sagði að hinn látni hafi verið í bifreið sem kraninn féll á.

Verið var að nota kranann til að skipta um loftkælingarbúnað í byggingu í hverfinu. Í tilkynningu frá borgaryfirvöldum í New York segir að sterkir vindar hafi orsakað slysið. Samkvæmt þeim voru verktakar að lækka kranann þegar hann féll niður á götuna.

Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt slys á sér stað í New York síðan árið 2008.

Hér má sjá myndband af vettvangi.

//platform.twitter.com/widgets.js

//platform.twitter.com/widgets.js

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala