fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Móðir og tvö börn hennar létust í hræðilegu slysi: Þörf áminning til allra í vetrarkuldanum og snjónum

„Ég hefði getað gert þessi mistök,“ segir bæjarstjórinn

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 4. febrúar 2016 23:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sorglegur atburður átti sér stað í New Jersey í Bandaríkjunum þann 23. janúar síðastliðinn þegar móðir og tvö börn hennar, eins árs og þriggja ára, létust. Forsaga málsins er sú að fjölskyldan; konan, maður hennar og tvö börn þeirra festu bifreið sína í óveðrinu sem gekk yfir austurströnd Bandaríkjanna fyrir skemmstu.

Bíll þeirra sat fastur fyrir utan heimili þeirra og var kuldinn auk þess mikill. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að konan, Sashalynn Rosa, 23 ára, og tvö börn hennar, hinn eins árs gamli Messiah og hin þriggja ára Saniyah, hafi farið inn í bifreiðina á meðan fjölskyldufaðirinn reyndi að moka bifreiðina sem sat, sem fyrr segir, föst.

Bifreiðin var í gangi og áttuðu foreldrarnir ungu sig ekki á því að snjóskafl hafði stíflað púströr bifreiðarinnar, lokað fyrir útstreymið. Það gerði það að verkum að baneitraður kolsýringurinn fór inn í bílinn með fyrrgreindum afleiðingum.

Þegar faðirinn hafði lokið við moksturinn kom hann að fjölskyldu sinni meðvitunarlausri. Fjölskyldufaðirinn var eðli málsins samkvæmt viti sínu fjær, að sögn nágranna, Felix Bonilla, sem hringdi í 911. Nágrannar reyndu að aðstoða fjölskylduna en Sashalynn og Messiah voru úrskurðuð látin skömmu síðar en Saniyah var flutt meðvitundarlaus á sjúkrahús þar sem hún lést þremur dögum síðar.

Í umfjöllun Washington Post kemur fram að á árunum 1999 til 2010 hafi 5.100 dauðsföll orðið í Bandaríkjunum sem rekja má til kolsýringseitrunar. „Þetta hryggir mann og er eitthvað sem er ekki endilega efst í huga fólks þegar óveður eða mikill snjór er annars vegar,“ segir Alex Blanco, bæjarstjóri Passaic í New Jersey, þegar slysið varð. „Ég hefði getað gert þessi sömu mistök,“ sagði Blanco.

Að sögn lögreglu eru dauðsföllin þörf áminning til annarra um að fara varlega vetrarkuldanum og snjónum. Slys eins og þessi geri ekki boð á undan sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt