fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Glæfraakstur íslenskra bílstjóra: „Krakkar ekki gera þetta heima“

Atvinnubílstjórar senda myndbönd sín á milli – „Kolólöglegt“ segir rannsóknastjóri umferðarslysa

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. febrúar 2016 16:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Krakkar ekki gera þetta heima hjá ykkur,“ segir atvinnubílstjóri í myndbandi á meðan hann heldur á fullri skál af graut við akstur í myrkri.

Þetta er aðeins eitt af mörgum myndböndum sem atvinnubílstjórar á stórum og þungum flutningabifreiðum hér á landi hafa tekið upp á farsíma og sent sín á milli. Fjallað verður um slík myndbönd í Kastljósþætti kvöldsins en þau virðast vera orðin ansi vinsæl á meðal atvinnubílstjóra.

Kastljós hefur safnað saman fjölda þessara myndbanda, sem send voru í gegnum samskiptaforritið Snapchat eða birt á Facebook.

Á myndböndunum má sjá þegar bílstjórar taka upp hraðakstur, glannalegan framúrakstur og akstur við erfiðar aðstæður. Myndböndin eru tekin innan sem utanbæjar og í nokkrum þeirra beina bílstjórarnir jafnvel símanum að sjálfum sér við aksturinn.

Rætt verður við Ágúst Mogensen, rannsóknastjóra hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Ágúst var fenginn til að skoða myndböndin en hann hefur undanfarin tíu ár rannsakað og mætt á vettvang allra banaslysa í umferðinni á Íslandi.

Ágúst segir að slíkar upptökur séu „kolólöglegar“ og segir viðhorf bílstjóranna „brenglað.“ Enda er notkun farsíma við akstur ólögleg, sama í hvaða formi hún er. Vitað er að símanotkun hefur orsakað banaslys hér á landi og verið meginþáttur í fjölda alvarlegra slysa.

Hér má sjá samantekt af myndböndunum, sem sýnd verða í Kastljósþætti kvöldsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala