fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Anna Pála ekki í formanninn

Enn er mjög óljóst hverjir munu gefa kost á sér til formanns Samfylkingarinnar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. febrúar 2016 09:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Pála Sverrisdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi formaður Samtakanna 78, segist ekki hafa í huga að bjóða sig fram til embættis formanns Samfylkingarinnar, en hún hefur verið orðuð við embættið. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í dag.

Töluverðar innanflokksátök hafa verið innan Samfylkingarinnar eftir síðasta landsfund flokksins, en þá bauð Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sig óvænt fram til formanns flokksins gegn Árna Páli Árnasyni, og tapaði með einu atkvæði.

Það var svo samþykkt á dögunum að flýta landsfundi en áður verður nýr formaður kjörinn í allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal flokksmanna en deilt hefur verið um veikt umboð Árna Páls í ljósi naums sigurs hans á landsfundinum á síðasta ári.

Anna Pála var efst í kjöri til flokksstjórnar Samfylkingarinnar á síðasta ári og hefur verið virk í innra starfi Samfylkingarinnar og Samtakanna síðustu ár. Flokksmenn víða úr röðum Samfylkingarinnar hafa upp á síðkastið þrýst nokkuð á Önnu Pálu að íhuga formannsframboð.

Þá greindi Fréttablaðið frá því fyrir skömmu að Helgi Hjörvar íhugaði framboð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat
Fréttir
Í gær

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu