fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Harmleikur í Svíþjóð: Allir meðlimir Viola Beach létust í bílslysi

Grímur var á síðustu tónleikunum og horfði á bílinn renna úr hlaði – „Þetta er allt svo tilgangslaust“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 14. febrúar 2016 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, var með síðustu mönnum sem hitti umboðsmann og hljómsveitarmeðlimi bresku hljómsveitarinnar Viola Beach sem létust í hörmulegu bílslysi rétt fyrir utan Stokkhólm aðfararnótt laugardags.

Hljómsveitarmeðlimirnir fimm létust í hörmulegu bílslysi í Södertälje á E4 hraðbrautinni aðfararnótt laugardags. Talið er að bifreiðin hafi ætlaði að taka fram úr öðrum bíl með þeim afleiðingum að ökumaðurinn missti stjórn á honum.
Bílllinn, sem var á leið yfir brú, fór yfir all nokkrar hindranir og hrapaði 26,5 metra niður og endaði ofan í á.

Mennirnir fimm sem létust voru fæddir á árunum 1983 til 1996. Þeir voru á leið á Arlanda-flugvöll þar sem þeir áttu bókað flug til Bretlands.

Lögreglu barst tilkynning um slysið klukkan 02:18 að staðartíma aðfaranótt laugardags. Mörg vitni urðu að slysinu. Fyrsta líkið sem fannst var af umboðsmanninum. Hann fannst í bílnum. Stuttu síðar fannst annað lík en það var ekki fyrr en seinni partinn í gær að búið var að finna öll líkin.

Um kvöldmatarleytið í gær var svo gefið út að hinir látnu væru meðlimir Viola Beach og umboðsmaður þeirra.

Hljómsveitin hafði túrað víða um Bretland undanfarna mánuði en þetta var í fyrsta skipti sem þeir héldu tónleika utan heimalandsins.

Talaði við umboðsmanninn fyrir tónleikana

Grímur var á tónlistarhátíðinni Where’s the Music? í Norrköping um helgina og á föstudagskvöldið sá hann hljómsveitina troða upp. „Ég talaði við umboðsmanninn þeirra áður en þeir fóru á svið. Kornungir strákar sem voru að gera góða hluti.“

Eftir að tónleikunum lauk var hljómsveitin að hlaða bílinn. Þeir voru á hraðferð til Stokkhólms en komust aldrei þangað.

„Þetta er allt svo tilgangslaust. Það er ekkert sjálfsagt í þessum heimi. Ég ætla að muna það og heiðra þannig minningu þessara ungu manna.“

Grímur segist sjálfur hafa verið í hlutverki umboðsmannsins sem keyrir hljómsveitir í ókunnugum löndum, oft um miðja nótt. Atvikið hafi komið þungt við hann.

Að sama skapi minnist Grímur þess ekki að sambærilegt atvik hafi gerst síðan Buddy Holly og hljómsveit hans lést í flugslysi. „Ég minnist þess ekki að heil hljómsveit, og umboðsmaðurinn, hafi þurrkast út með svo skelfilegum hætti.“

Hér að neðan má heyra hljómsveitina flytja lagið Slides and Waterslides.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=btSa91diKio&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Í gær

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“
Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fara fram á gæsluvarðhald yfir fjórum erlendum mönnum vegna meints manndráps á Suðurlandi

Fara fram á gæsluvarðhald yfir fjórum erlendum mönnum vegna meints manndráps á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunnskólakennari segir neyðarástand ríkja – Mjög fáir nemendur í hverfisskólanum geta lesið fyrirsagnir í dagblöðum við lok 10. bekkjar

Grunnskólakennari segir neyðarástand ríkja – Mjög fáir nemendur í hverfisskólanum geta lesið fyrirsagnir í dagblöðum við lok 10. bekkjar