fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Kennari sendi 12 ára nemanda nektarmynd

Reyndi áður að tæla hana í tíu klukkustundir – Þrjú ár í fangelsi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. febrúar 2016 23:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur stærðfræðikennari, Michael White, reyndi í tíu klukkustundir að tæla tólf ára stúlku, áður en hann sendi henni nektarmynd af sér. Móðir stúlkunnar sá samskiptin og kærði manninn, sem nú hefur verið dæmdur til þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsisrefsingar. Með því hafði stærðfræðikennarinn ekki reiknað.

Í tíu klukkustundir reyndi hann stúlkunni berorðar lýsingar á kynferðislegum athöfnum sem hann vildi eiga með henni en dómarinn í málinu, Anthony Goldstaub, sagði að með athæfi sínu hefði hann haft mikil áhrif á skólann, stúlkuna og fjölskyldu stúlkunnar. „Þú misnotaðir það traust sem foreldrar hennar og skólinn báru til þín. Þeir sem það gera mega búast við því að fara í fangelsi.“

White hafði þegar sagt upp störfum þegar málið kom upp en var látinn hætta samstundis. Þetta var í lok mars 2014 en White kenndi við Tendring Technology College í Essex.

Verjandi mannsins, Cyrus Schrof, sagði fyrir dómi að White ætti erfitt með að skýra gjörðir sínar. „Þetta var ólíkt honum og gerðist algjörlega án fyrirvara. Hann á erfitt með að skilja hvað leiddi til þess að hann átti þessar samræður við stúlkuna. Þetta hefur eyðilagt líf hans og var bæði heimskulegt og kjánalegt.“

White gekkst við því að hafa reynt að fá stúlkuna til kynferðislegs samneytis við sig. Hann má ekki starfa við neitt sem tengist börnum næstu tíu árin auk þess sem hann verður ævilangt á skrá yfir kynferðisbrotamenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus