fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Gylfi eða SIGURÐSSON?

Stuðningsmenn landsliðsins skora á KSÍ að nota fornöfn á búningum liðsins á EM

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. febrúar 2016 17:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ hefur ákveðið að notast við eftirnöfn leikmanna íslenska landsliðsins í knattspyrnu á EM í Frakklandi. Ekki eru allir á eitt sáttir við þessa ákvörðun og hafin hefur verið undirskriftastöfnun þar sem skorað er á KSÍ að nota eiginnöfn leikmanna.

Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, staðfesti við fótbolta.net að eftirnöfn leikmanna, í hástöfum, verði aftan á búningum liðsins á fyrsta stórmóti þess. Nöfnin verða öll með íslenskum stöfum, að bókstafnum „Þ“ undanskildum. Þannig mun „SIGTHÓRSSON“ standa aftan á treyju markahróksins Kolbeins Sigþórssonar.

Hafin hefur verið undirskriftasöfnun á netinu þar sem skorað er á stjórn KSÍ að endurskoða þá ákvörðun að prenta eftirnöfn leikmanna á keppnistreyjurnar á EM. Fjölmörg rök hnígi að því að nota fornöfn leikmanna og eru eftirfarandi nefnd:

  1. Íslendingar eru stoltir af fornafnahefðinni. Það er sérstaða þjóðarinnar að konur og menn þekkjast á eiginnöfnum en ekki eftirnöfnum sínum. Þannig tölum við um Gylfa og Kolbein en ekki Sigurðsson og Sigthorsson. Þegar landsliðið kemur fram fyrir hönd þjóðarinnar á stórmóti ætti að halda í þessa hefð. Það gefur íslenska liðinu sérkenni og styrkir samstöðuna, bæði með liðsmönnum og þjóðinni allri.

  2. Það eru fyrir því ýmis fordæmi að önnur nöfn prýði treyjur leikmanna heldur en eftirnöfn þeirra. Skemmst er að minnast suðrænna leikmanna á borð við Ronaldo, Pelé, Kaká, Chicharito o.s.frv. Þá var notast við fornöfn leikmanna í íslenska landsliðinu á Evrópumóti landsliða 21 árs og yngri í Danmörku sumarið 2011.

  3. Það er hagkvæmt að notast við fornöfnin aftan á treyjurnar. Bæði eru þau styttri og þ.a.l. ódýrari í framleiðslu en eins lítur það betur út, á vellinum og í sjónvarpinu.

  4. Það verður auðveldara að þekkja leikmennina í sundur. Í stórlandsliðshópnum síðustu ár hafa nokkrir leikmenn borið sama eftirnafn, t.d. Gylfi og Ragnar Sigurðssynir og Ólafur Ingi og Ari Freyr Skúlasynir. Það veldur ruglingi þegar óskyldir leikmenn bera sama nafn aftan á treyjunum, hvað þá þegar langflest nöfnin enda á -son.

Þegar þetta er skrifað hafa 52 skrifað undir áskorunina, en markmiðið er að safna 500 undirskriftum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala