fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Ísland eins og draumur

Fayrouz Abdl Rahman Nouh lýsir ömurlegum veruleika flóttamanna

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. febrúar 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Börnin reyndu að breyta hreimnum svo fólk uppgötvaði ekki að þau væru frá Sýrlandi,“ segir Fayrouz Abdl Rahman Nouh í samtali við Akureyri vikublað um nöturlega dvöl fjölskyldu sinnar sem flóttamenn í Líbanon. Fyrsta tölublað nýs ritstjóra, Indíönu Ásu Hreinsdóttur, er komið út fyrir norðan en hún hefur undanfarinn áratug starfað á DV.

Í viðtalinu ræðir Indíana við hjón með tvö börn, sem sest eru að á Akureyri, eftir að hafa þurft að flýja heimili sitt, sem var í borginni Homs í Sýrlandi. Mágur þeirra hjálpaði þeim í Líbanon en þar eru Sýrlendingar í stórum stíl og eru ekki velkomnir. „Eina leiðin til að geta verið þar var að tala ekki við neinn, fara undan í flæmingi og láta allt yfir sig ganga.“ Lykilatriði var að fólk uppgötvaði ekki að þau væru frá Sýrlandi.

Fjölskyldan var farin að íhuga að reyna að snúa aftur til Sýrlands þegar þeim bauðst að flytja til Íslands. „Þegar maðurinn minn sagði mér að okkur hefði verið boðið hingað dansaði ég og hló. Ég vissi ekkert um landið en var svo ánægð. Börnin skildu ekkert hvað var í gangi,“ segir hún í viðtalinu en þau bíða þess enn að börnin byrji í skóla.

Á Akureyri hafa móttökurnar verið framar björtustu vonum fjölskyldunnar. „Við bjuggumst við að finna að við værum velkomin en aldrei datt okkur í hug að móttökurnar yrðu svona. Við erum heppin og svo þakklát.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu