fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Í gæsluvarðahald fyrir hrottalegt ofbeldi: Braut jaxl í konu og neyddi hana til munnmaka

Maðurinn beitti konuna líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi og svipti hana frelsi sínu að því er fram kemur í úrskurði Hæstaréttar íslands

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. febrúar 2016 19:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni vegna gruns um gróft og ítrekað ofbeldi gegn sambýliskonu sinni. Meðal annars braut maðurinn jaxl í konunni þegar hann sló hana þungu höggi, en í kjölfarið neyddi hann hana til munnmaka. Hún baðst undan því, og úr varð að maðurinn nauðgaði henni meðal annars í endaþarm.

Lýsingar konunnar á ofbeldinu eru skelfilegar, meðal annars lýsir hún því hvernig hann gerði sig líklegan til þess að kasta henni fram af svölum íbúðarinnar þegar hún reyndi að flýja íbúðina.

Þá sakaði hann konuna um að hafa birt mynd af sér nakinni á samskiptamiðlum, en hún neitaði því alfarið. Tók hann myndir af kynfærum konunnar og rassi auk þess sem hann skoðaði kynfærin með vasaljósi þegar hún reyndi að segja honum að myndin væri ekki af henni, þar sem hún hefði rifnað við fæðingu. Segir konan að þetta hafi verið svo óþægilegt að hún hafi farið að gráta.

Konan fór í skoðun neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Samkvæmt vottorði þaðan lýsti hún atburðum þar á sama hátt og hún hefur gerði í skýrslutöku hjá lögreglu. Í vottorði kom fram að hún væri með mar á höfði, bæði enni og hársverði og brotinn jaxl í efri góm vinstra megin. Þá var hún með eymsli víða um líkamann sem samsvari lýsingum um barsmíðar.

Við þetta má bæta að ungt barn hennar varð vitni að ofbeldinu.

Maðurinn er grunaður um að hafa svipt hana frelsi, beitt hana líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi, og brotin geta varðað allt að 16 ára fangelsi.

Maðurinn skal því sæta gæsluvarðhaldi til 2. mars næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Í gær

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks
Fréttir
Í gær

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“
Fréttir
Í gær

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás