fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Gagnrýndu einkennilega málsmeðferð barnaverndar í máli Sigurðar Hólm

Mál Sigurðar Hólm vakti landsathygli árið 1969 – Barnavernd var sökuð um einkennileg vinnubrögð í máli hans – saksóknari las fyrst um málið í fjölmiðlum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. febrúar 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðviljinn gagnrýndi málsmeðferð barnaverndarnefndar árið 1969 eftir að Sigurður Hólm Sigurðsson, þá fimm ára gamall, var tekin af heimilinu sínu eftir að hafa mátt þola mikið ofbeldi.

Í greininni kemur fram að engin skýrsla barst til lögregluyfirvalda um ofbeldið sem Sigurður var beittur, auk þess sem saksóknari heyrði ekki af málinu fyrr en um það var fjallað í blöðunum.

Eins og kunnugt er þá lést Sigurður í fangaklefa sínum árið 2012 en tveir menn, þeir Börkur Birgisson og Annþór Kristján Karlsson, eru ákærðir fyrir líkamsárás gegn honum sem á að hafa dregið hann til dauða. Aðalmeðferð málsins er lokið og er dóms að vænta á næstu vikum.

Sigurður var fjarlægður af heimili sínu þegar hann var fimm ára gamall, eftir að hafa þolað mikið ofbeldi. Fréttir um málið vöktu landsathygli á sínum tíma og birtist sú fyrsta sunnudaginn 2. mars árið 1969, og var þá fyrirsögnin: „Fimm ára dreng misþyrmt hroðalega af vanheilli móður“

Þá kom fram að Sigurður hefði verið lagður inn á barnadeild Landspítalans aðframkominn vegna misþyrminga móður sinnar, sem var í kjölfarið flutt á geðdeild.

Barnaverndarnefnd var kölluð á vettvang og kom þá í ljós að Sigurður hafði verið handleggsbrotinn á báðum handleggjum og bæði brotin voru gömul. Þá var hann einnig nefbrotinn og með marga áveka eftir barsmíðar og aðrar misþyrmingar. Einnig átti hann að hafa þjáðst illa af vannæringu.

Tveimur dögum eftir að fjallað var um málið í fjölmiðlum birtist önnur frétt þar sem fram kom að málsmeðferð barnaverndarnefndar hefði verið einkennileg. Þannig var rannsóknarlögregla ekki kölluð á vettvang né saksóknari látinn vita. Enginn rannsókn fór fram á vettvangi. Lögregluþjónar voru kallaðir á vettvang eftir á og gátu þeir eingöngu gefið skýrslu um málið byggða á framburði starfsfólks barnaverndar.

Athygli vekur að í greininni segir orðrétt: „Sögusögnum um að misþyrmingar á börnum væru ekkert einsdæmi hér í borg neitaði Kristbjörn [Tryggvason yfirlæknir barnadeildar Landspítalans] ákveðið og kvaðst aldrei í 33ja ára starfi hafa orðið hér var við verulegar misþyrmingar á börnum, þótt slíkt skeði oft erlendis“

Í yfirlýsingu sem barnavernd sendi á blaðið, og birtist í sömu grein, var það áréttað sérstaklega að barnið hefði verið í eðlilegum holdum og hafi ekki borið merki um áberandi næringarskort.

Svo sagði orðrétt:

„Hann var með marbletti víða um kroppinn og bar þess merki að hafa verið bundinni á höndum og fótum. Þá var hann brotinn á báðum handleggjum, en ekki er fullkomlega ljóst, hvernig það hefur borið að. Að svo komnu verður ekkert um það fullyrt, á hvern hátt drengurinn hefur hlotið þá áverka, sem hér um ræðir, en málið hefur verið sent embætti Sakadóms Reykjavíkur til rannsóknar.“

Fréttatíminn fjallaði um ævi Sigurðar Hólm í dag og kom þar fram að Sigurður hefði í kjölfarið verið vistaður á Kumbaravogi þar sem hann var í vist næstu árin.

Seinna komumst mál barnaheimilisins á Kumbaravogi í hámæli og erfitt líf barnanna þar. Þar var barnaníðingurinn Karl Vignir Þorsteinsson tíður gestur en hann hefur játað fyrir lögreglu að hafa misnotað þrjá drengi á heimilinu þessum tíma.

Þá kom fram í Fréttatímanum að Sigurður fékk samtals 32 fangelsisdóma og var samanlagt dæmdur til 26 ára fangelsisvistar. Hann var bak við lás og slá í alls 25 ár en gera má ráð fyrir að það hafi kostað samfélagið um 250 milljónir króna. Þá dvaldi hann í tíu ár á Kumbaravogi.

DV hafði samband við aðstandendur Sigurðar en þau neituðu að tjá sig alfarið um málið. Þau staðfestu hinsvegar að þau eru afar ósátt við umfjöllun Fréttatímans í málinu og gagnrýna nokkrir aðstandendur höfund greinarinnar, Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, harðlega á Facebook-síðu hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“