fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Sóley Tómasdóttir: Skýr stefna að neita barni aldrei um mat

Vill að borgin hætti að rukka fyrir mat í skólum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. febrúar 2016 10:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er hræðilegt mál,“ segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna um pítsuveisluna í Fellaskóla, en Fréttablaðið greindi frá því fyrst miðla í morgun að ellefu ára gamalli stúlku hefði verið meinað um pítsusneið vegna stífra reglna um mataráskrift.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sagði á Facebook í morgun að það hefði hreinlega fokið í hann þegar hann las þessa frétt í morgun. Af þeim ástæðum hefur hann óskað formlega eftir skýringum á málinu hjá Skóla- og frístundasviði.

Sóley segir á Facebook-síðu sinni:

„Í Reykjavík hefur það verið skýr stefna að engu barni skuli neitað um mat, hvorki vegna efnahags eða annarra ástæðna.“

Hún segir að þannig verði það þó aldrei í alvörunni fyrr en borgin hættir að rukka sérstaklega fyrir þessa grundvallarþjónustu.

„Grunnþjónusta við börn á að vera gjaldfrjáls – kostnaður vegna hennar á að koma úr sameiginlegum sjóðum – greiðast með útsvarinu,“ segir Sóley að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“