fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Hlýtt fram að helgi: Víða hálka og éljagangur í dag

Þungfært á Breiðamerkursandi – Hiti undir frostmark um helgina – Snjókoma eða slydda í dag

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. febrúar 2016 07:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í dag hvessir nokkuð duglega af suðaustri á austanverðu landinu. Með suðaustlægri áttinni berst heldur mildara loft inn yfir austanvert landið en verið hefur, og dregur þá víðast hvar úr frosti.“

Þetta segir veðurfræðingur í athugasemd á vef Veðurstofu Íslands í morgun.

Samkvæmt veðurfræðingi Veðurstofunnar verðu má búast við allt að fimm stiga hita á láglendi suðaustan- og austanlands en áfram er frost í fjallahæð. Þá sé talsverð úrkoma í kortunum suðaustanlands, snjókoma til fjalla en slydda á láglendi, jafnvel rigning sums staðar.

Austan og norðaustanlands er snjómugga víða og einnig má búast við stöku éljum suðvestanlands, en þar er þó mun hægari vindur. Á Vestfjörðum og Norðvesturlandi er einna helst þurrt og bjart.

Þá segir veðurfræðingur veðurstofunnar að á morgun fari aftur að klóna og fer hitinn víða undir frostmark um helgina. Eftir helgi ætti svo að hlýna á ný.

Á vef Vegagerðarinnar segir að víða sé hálka á þjóðvegum landsins. Þá er éljagangur víðasta hvar eða snjókoma.

Hálkublettir eru á Sandskeiði og í Þrengslum en hálka og éljagangur á Hellisheiði. Hálka og hálkublettir eru á Suðurlandi. Hálkublettir og éljagangur er á Reykjanesbraut og Reykjanesi.

Hálka er á Vesturlandi og Vestfjörðum og sums staðar snjóþekja og éljagangur.

Það éljar eða snjóar á Norðurlandi og þar er snjóþekja eða hálka víðast hvar. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Öxnadalsheiði og Víkurskarði. Ófært er á Hálsum og Hófaskarði.

Á Austurlandi er ófært á Fjarðarheiði, Fagradal og Vatnsskarði eystra, annars er snjóþekja og hálka víða á vegum og snjókoma. Þæfingur er á Hróarstunguvegi.

Með ströndinni suðaustanlands er þæfingsfærð en þungfært er á Breiðamerkursandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi