fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Bjarni segir að Landsbankinn hafi fengið óeðlilega lágt verð fyrir hlut sinn í Borgun

Skrifaði Bankasýslunni bréf

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 11. febrúar 2016 18:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eins og kunnugt er hefur á opinberum vettvangi farið fram umræða um sölu Landsbankans á hlut hans í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun. Samkvæmt upplýsingum og gögnum sem vísað hefur verið til í þeirri umræðu má ætla að það verð sem bankinn fékk fyrir eignarhlut sinn hafi verið mun lægra en eðlilegt getur talist.“

Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í bréfi til Bankasýslunnar í dag.

Bjarni segir að sú umræða sem hafi orðið vegna sölunnar á hlut bankans í Borgun sé til þess fallin að skaða orðspor bankans. Minnir hann á að Bankasýsla ríkisins fari með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum og stofnuninni hafi verið komið á fót til að ríkið væri trúverðugur eigandi fjármálafyrirtækja.

Bjarni segir að næstu skref varðandi sölu eignarhluta ríkisins í Landsbankanum verði tekin að fengnum tillögum Bankasýslunnar um hvernig þeirri sölu skuli vera háttað.

Bréf fjármálaráðherra má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“