fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Baldur Guðlaugsson metur hæfi umsækjenda í atvinnuvegaráðuneytinu

Var dæmdur fyrir innherjarsvik í starfi sínu sem ráðuneytisstjóri fyrir fjórum árum síðan

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. febrúar 2016 14:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldur Guðlaugsson lögfræðingur hefur verið skipaður formaður hæfisnefndar sem á að meta umsækjendur um starf skrifstofustjóra í atvinnuvegaráðuneytinu. Þetta kemur fram á vef Kjarnans.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, skipar nefndina.

Auk Baldurs eru þau Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, og Helga Hlín Hákonardóttir lögfræðingur, einnig í nefndinni.

Starfið sem um ræðir er starf skrifstofustjóra viðskipta-, nýsköpunar og ferðaþjónustu, en það var nýlega auglýst laust til umsóknar. Alls sóttu 38 manns um starfið, samkvæmt vef Kjarnans.

Baldur var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Hæstarétti fyrir að hafa notað innherjaupplýsingar sem hann hafði aðgang að vegna starfs síns sem ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu til að koma í veg fyrir 190 milljóna króna tap á hlutabréfum sem hann átti í Landsbankanum. Brotin sem Baldur var dæmdur fyrir í héraðsdómi varða allt að níu ára fangelsisrefsingu.

Bréfin seldi Baldur þremur vikum fyrir efnahagshrunið haustið 2008 en hann hafði setið í samráðshóp á vegum ráðuneytanna sem fjallaði meðal annars um aðgerðir sem gripið yrði til kæmi til þess að einhver viðskiptabankanna færi í þrot.

Athygli vakti árið 2012 að Baldur afplánaði refsingu sína á Vernd en starfaði á daginn hjá lögmannsstofunni Lex.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu