fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

52 látnir eftir óeirðir í mexíkósku fangelsi

Fangar kveiktu í dýnum – Aðbúnaður í mexíkóskum fangelsum slæmur

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. febrúar 2016 15:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti 52 eru látnir eftir að óeirðir brutust út í Topo Chico-fangelsinu í borginni Monterrey í norðurhluta Mexíkó í dag. Eldur kviknaði í fangelsinu í kjölfarið, en ekki liggur fyrir hversu margir slösuðust í óeirðunum.

Samkvæmt frétt AP hófust óeirðirnar skömmu eftir miðnætti að staðartíma, eða um sex leytið í morgun að íslenskum tíma. AP segir frá því að svo virðist sem eldurinn hafi kviknað eftir að fangar kveiktu í dýnum og fleiru lauslegu innan veggja fangelsisins. Fjölmargir söfnuðust saman fyrir utan fangelsið og kröfðust þess að fá upplýsingar um afdrif ástvina sinna.

Fangelsismál í Mexíkó hafa lengi verið í lamasessi og í skýrslu frá árinu 2013 sem AP vitnar til kom fram að 65 fangelsum af 101 hafi verið stjórnað af föngum, ekki fangelsisyfirvöldum. Um var að ræða skýrslu sem tók til fjölmennustu fangelsa landsins. Þá eru þau yfirfull og aðbúnaður þykir slæmur.

Árið 2012 léstu 44 fangar í óeirðum sem brutust út í Apodaca í Nuevo Leon. Eftir óeirðirnar voru þrír yfirmenn fangelsisins og 26 fangaverðir sakaðir um að hjálpa föngum að strjúka meðan óeirðirnar stóðu yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu