fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Þórhallur segir margt mæla gegn líknardrápi: Ekki hægt að krefja lækni um að taka fólk af lífi

„Þú ert aldrei svo langt leiddur að það sé ekki von“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 10. febrúar 2016 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eigum við að krefja lækni um að sprauta sjúklinginn eða eigum við að leggja það á aðstandendur þannig að hann deyi? Þá er yfirleitt komin spurningin um sjálfsvíg. Er þá ekki alveg eins gott að segja við fólk að það eigi bara að taka sitt eigið líf ef það er í erfiðum aðstæðum?,“ spyr Þórhallur Heimisson sóknarprestur í Breiðholtskirkju en hann segir mörg sterk rök hafi verið lögð fram sem gefi tilefni til þess að ætla að rangt sé að leyfa líknardráp og grundvallarmunur sé á líknardrápi og líknandi meðferð sem leyfð er hér á landi.

Þórhallur var í viðtali í morgunútvarpi Útvarp Sögu þar sem hann sagði að ekki væri hægt að krefja lækni sem svarið hefur Hippókratesareiðinn um að taka fólk af lífi, enda snerist eiðurinn um að bjarga mannlífum. „Og nú veit ég að þetta hljómar hrikalega en það er það sem hann gerir, hvort sem hann gefur sprautuna eða réttir glasið með meðalinu sem að deyðir viðkomandi“, segir Þórhallur í viðtalinu.

„Með því að stöðva vélina er læknir og aðstandendur að leyfa sjúklingnum að halda sinni reisn og fara í það ferli sem er eðlilegt og bíður okkar allra,“ segir Þórhallur og á þar við þegar notast er við líknandi meðferð. „En það væri allt annað að taka vélina úr sambandi og gefa síðan sprautu sem deyðir sjúklinginn. Það er í þessu sem munurinn felst, að leyfa sjúklingnum að deyja með reisn og án þjáningar, á mannlegan hátt eða hitt: að deyða sjúklinginn.“

Þá bendir Þórhallur á að fólk geti verið misjafnlega fyrirkallað þegar tekin er ákvörðun um örlög sjúklings. „Það má heldur ekki gleyma því að það er alltaf von og það er aldrei að vita nema það verði viðsnúningur,“ segir hann og bætir við: „Þú ert aldrei svo langt leiddur að það sé ekki von. Það er alltaf von. Þó hún sé ekki önnur en að eiga stundir án þjáningar með sínum ástvinum. Þó það endi með því að það er ekki hægt að bjarga lífinu þá fær viðkomandi að lifa þessar síðustu stundir með reisn.“

Þórhallur segist jafnframt trúa á líf eftir dauðann. Aðspurður um hvort það sé eigingjarnt af aðstandendum að reyna að „ríghalda“ í sjúklinginn segir hann að þá komi aftur að grundvallarmuninum á líknardrápi og líknandi meðferð. „Við leyfum hið eðlilega ferli yfir í næstu tilveru að halda sér, ef við trúum á hana. Þú deyrð á þinn eðlilega hátt, við reynum að lina, taka burt þjáninguna en við tökum okkur ekki réttinn á því að stytta líf þitt og senda þig með ákvörðun yfir í næstu veröld.“

Þá veltir hann því fyrir sér hver þróunin verði. „Næsta skref er að spyrja, hvenær eigum við svo að taka þessa ákvörðun? Hvernig verðir það eftir hundrað ár ef allir munu samþykkja þetta? Við færum einfaldlega að taka ákvörðun um það að þetta líf sé nú ekki þess virði að lifa því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu