fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Þekktur miðill sakaður um svindl: „Ég vissi strax að það var eitthvað bogið við þetta“

Sendi eins bréf til viðskiptavina sem áttu að vera frá látnum ástvinum

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. febrúar 2016 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þekktur breskur sjónvarpsmiðill, sem gengur undir nafninu Lillyanne, liggur undir ámæli þessa dagana eftir að í ljós kom að hún sendi nákvæmlega eins bréf, sem áttu að vera frá látnum ástvinum fólks, til nokkurra viðskiptavina sinna.

Lillyanne, sem heitir réttu nafni Paula Bairstow, segir að mistök hafi átt sér stað.

Karen er hér með bréfið sem hún fékk sent.
Ósátt Karen er hér með bréfið sem hún fékk sent.

Upp komst um málið þegar viðskiptavinur Lillyanne, Karen Brannigan, greiddi henni 38 pund, jafnvirði sjö þúsund króna, fyrir að hafa samband við móður hennar sem er látin. Karen fékk í kjölfarið sent bréf sem Lillyanne sagði að væri frá móður hennar. Karen komst síðar að því að fleiri viðskiptavinir hefðu fengið nákvæmlega eins bréf.

„Ég vissi strax að það var eitthvað bogið við þetta,“ segir Karen í samtali við Daily Record. Í bréfinu stóð þetta klassíska, að mamma hennar saknaði hennar og elskaði hana. Þá stóð í bréfinu að móðir hennar elskaði gul blóm, en Karen segir í viðtali við Daily Record að sannleikurinn sé sá að móðir hennar hafi aldrei þolað blóm.

Lillyanne er vinsæll miðill í Bretlandi og hefur hún meðal annars komið fram í sjónvarpi. Þá er hún með yfir 150 þúsund fylgjendur á Facebook. Það var einmitt á heimasíðu Lillyanne að Karen ákvað að kaupa sér þjónustu sem kallast Letter from Heaven. Þar býðst viðskiptavinum að kaupa orðsendingu frá látnum ástvinum. Móðir Karen lést fyrir fimm mánuðum og ákvað Karen að það væri mögulega þess virði að nýta sér þjónustuna.

Karen segir í samtali við Daily Record að hún hafi komist að því að um svik væri að ræða þegar hún talaði við vinkonu sína sem einnig hafði nýtt sér þjónustuna. Þær ákváðu að skiptast á bréfum og kom þá í ljós að bréfin voru nákvæmlega eins, fyrir utan dagsetningar bréfanna. Hún fór að kanna málið betur og þá kom í ljós að fleiri hefðu fengið áþekk bréf.

Talsmaður Lillyanne, Ashley Flay, segir að um einangruð mistök hafi verið að ræða, en alls hafi 24 einstaklingar fengið send samskonar bréf. Sagði Flay, sem er sonur Lillyanne, að móðir sín væri eyðilögð vegna mistakanna. Var Karen – og fleiri viðskiptavinum – boðin endurgreiðsla og frír miðilsfundur í gegnum síma sem kostar undir venjulegum kringumstæðum tíu þúsund krónur. Sem fyrr segir er Lillyanne þekktur miðill og kveðst hún hafa haft þessa náðargáfu frá því að hún var barn. Hún hefur starfað sem miðill í 30 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus