fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Stærðfræðikennarinn dæmdur í þriggja ára fangelsi

Sendi tólf ára stúlku nektarmyndir af sér

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. febrúar 2016 22:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og sex ára gamall karlmaður, Michael White, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að senda tólf ára stúlku nektarmyndir af sér. White, sem er stærðfræðikennari, starfaði fyrir Tendring Technology College á Englandi þegar atvikið átti sér stað.

„Það sem þú gerðir hefur haft víðtæk áhrif á skólann og fjölskyldu stúlkunnar. Þú misnotaðir traustið sem foreldrar og skólinn lögðu á þig. Þeir sem gera slíkt geta átt von á því að fara í fangelsi,“ sagði dómarinn, Anthony Goldstaub, áður en hann kvað upp þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsisdóm yfir manninum.

Við réttarhöldin kom fram að maðurinn hafði átt í tíu klukkustunda spjalli við stúlkuna þar sem hann lýsti því í smáatriðum hvað hann vildi gera við hana. Hann sendi henni svo nektarmyndir af sér. Móðir stúlkunnar sá skilaboðin frá honum í spjaldtölvu dóttur sinnar og hafði samband við lögreglu.

Verjandi White sagði að skjólstæðingur sinn væri eyðilagður vegna málsins, það hefði haft víðtæk áhrif á sálarlíf hans og það sem hann gerði hefði „verið úr karakter“. Það kom þó ekki í veg fyrir óskilorðsbundna fangelsisrefsingu. White hafði sagt upp störfum áður en skólayfirvöldum varð kunnugt um málið.
White játaði sök fyrir dómi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu