fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Kjarabætur að baki dýrari strætóferðum

Túristapassarnir hækka mest – Lækkun eldsneytisverðs vinnur á móti

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. febrúar 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er aðallega vegna launahækkana,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, í samtali við DV. Strætó kynnti fyrir helgi nýja verðskrá sem tekur gildi þann 1. mars næstkomandi. Eins dags kort hækka mest í verði eða um 50 prósent auk þess sem þriggja daga kort hækka um 30 prósent í verði. Jóhannes segir aðspurður að hækkanir þessara korta séu til þess fallnar að ná meiri aur af erlendum ferðamönnum en þeim fjölgar smám saman á meðal farþega.

Stakt fargjald hækkar um 4,5 prósent en að sögn Jóhannesar nemur vegin meðaltalshækkun um þremur prósentum. „Margir liðir hækka ekki neitt.“ Ný árskort öryrkja og ellilífeyrisþega líta dagsins ljós en þessir hópar hafa hingað til greitt fargjöldin fullu verði. „Við erum að færa okkur meira yfir í kortin. Það er stefna að taka upp rafræn greiðslukerfi samhliða appinu okkar,“ segir hann en bætir við að það verði tæpast á þessu ári.

Olíuverðshrun vinnur á móti

Verðhækkununum er, samkvæmt vefsíðu Strætó, „ætlað að mæta almennum kostnaðarhækkunum“. Samt liggur fyrir að olíuverð hefur hríðfallið í verði undanfarin misseri. Lítrinn á bensínstöð kostaði um mitt ár 2014 hátt í 250 krónur, en útsöluverðið á dísilolíu stendur nú í um 170 krónum. Spurður hvort nauðsynlegt hafi verið að hækka miðaverð í ljósi þessara lækkana segir Jóhannes að kostnaður við eldsneytiskaup nemi um 10 prósentum útgjalda Strætó. Mestu munar um stærsta útgjaldaliðinn, launaliðinn, en laun hafi með kjarasamningum síðasta sumar hækkað um 10 prósent. Launakostnaður nemi um 55 prósentum allra útgjalda Strætó. Lækkun eldsneytisverðs sé hins vegar til þess fallin að draga úr þörf fyrir frekari hækkun. Meðal annars þess vegna nemi hækkunin á heildina ekki nema um þremur prósentustigum, en ekki 10.

Staðgreiðslufargjöld í strætó

Verðskrá sem tekur gildi 1. mars
Staðgreiðslufargjöld í strætó

Almennt fargjald 420 kr.Afsláttarfargjald, gildir fyrir börn, ungmenni, aldraða og öryrkja, 210 kr.

Tímabilskort1 mánuður (Græna kortið) 11.300 kr.3 mánuðir (Rauða kortið) 24.700 kr.9 mánuðir (Bláa kortið) 58.700 kr.Árskort 18 ára og eldri (Nemakort) 46.700 kr.Árskort 12–17 ára 19.900 kr.Árskort 6–11 ára 7.900 kr.Árskort aldraðir og öryrkjar 19.900 kr.Samgöngukort (12 mánaða kort) 58.700 kr.Eins dags kort 1.500 kr.Þriggja daga kort 3.500 kr.

Farmiðaspjöld 20 miðarFullorðnir 8.000 kr.Ungmenni 12–17 ára 2.900 kr.Börn 6–11 ára 1.250 kr.Öryrkjar og aldraðir 2.500 kr.

Vel gert við þá elstu og yngstu

Fargjald sumra hópa hækkar ekki neitt. Þar má til dæmis nefna árskort fyrir börn og ungmenni sem og árskort fyrir nemendur 18 ára og eldri. Á sama tíma hækka eins og þriggja daga passar, sem kalla mætti túristapassa, um tugi prósenta. „Okkur þykir ekkert óeðlilegt þó að túristinn sé að borga sem næst fullu gjaldi því þeir eru ekki að borga skatta og skyldur á Íslandi. Starfsemi Strætó er náttúrlega niðurgreidd með framlagi frá sveitarfélögum og ríki,“ segir hann. Þess vegna hafi þessir passar hækkað verulega. Hann tekur fram að tekjur fyrir eins og þriggja daga kortin nemi innan við einu prósenti af tekjum strætó. Jóhannes segir að erlendum ferðamönnum á meðal farþega fjölgi eitthvað á milli ára.

Jóhannes segir aðspurður að notkun strætó á höfuðborgarsvæðinu fjölgi umfram fjölgun íbúa. Tekjur Strætó standi undir 30–32% af rekstrinum en hlutfallið í heiminum sé víða á bilinu 20 til 50 prósent.

Samkvæmt nýjasta árshlutauppgjöri á vef Strætó, sem er fyrir þriðja ársfjórðung síðasta árs, nema langtímaskuldir um 240 milljónum króna. Jóhannes segir að Strætó hafi á árum áður verið mjög illa statt. Þessi lán séu ekki íþyngjandi fyrir félagið og séu í greiðsluferli. Stefnt sé að því að klára að gera upp lánin haustið 2018. „Það var stefnt að því að þessar skuldir yrðu greiddar upp og planið hefur verið að ganga upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi