fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Hrelliklám ekki skilgreint í lögum: „Nýr veruleiki sem við stöndum frammi fyrir“

Sérfræðingar segja að lögin megi ekki vera flókin – Hefndarklám villandi hugtak – Brotaþolar feimnir að koma fram með mál

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. febrúar 2016 09:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, sviðsstjóri lögfræðissviðs Háskólans á Bifröst, segja að erfitt geti reynst að heimfæra hrelliklám upp á núgildandi lagaákvæði en hugtakið er ekki skilgreint í núgildandi lögum. Þetta kemur fram í grein sem birtist í Úlfljóti, tímariti laganema, nýverið.

Þar segir að ekkert Norðurland hafi skilgreint hrelliklám í lögum en þó sé umræðan til staðar í þeim öllum.

„Okkar löggjöf er veik varðandi friðhelgisbrot og þess vegna höfum við á Íslandi verið að heimfæra þessa háttsemi upp á kynferðisbrot. Þetta er árás á þinn kynferðislega sjálfsákvörðunarrétt en þetta er líka gróft brot á friðhelgi einkalífs,“ segir Þorbjörg en fjallað var um málið í Fréttablaðinu í morgun.

Þorbjörg telur að skilgreining brotsins ætti að vera einföld en ekki flókin í lögunum. Hún segir að einungis þurfi pólitíska ákvörðun til að veita slíku broti sess í lögum. Þorbjörg telur að ekki sé skortur á pólitískum vilja til að skilgreina hrelliklám.

„Heldur er þetta nýr veruleiki sem menn standa frammi fyrir. Löggjafinn er hægt og rólega að vakna til vitundar en á sama tíma eru lögregla og ákæruvald fyrir löngu farin að fást við þetta.“

Þorbjörg segir að hugtakið hefndarklám geti verið villandi þar sem ekki sé alltaf um hefnd að ræða, þó myndefni sé birt. Hún tekur dæmi í greininni um íslenskt par sem hafi samfarir á almannafæri og ótengdur aðili tók upp á myndband og dreifði á Internetinu. Í slíkum málum segir Þorbjörg að væri ekki um hefnd að ræða heldur sé myndefninu dreift til skemmtunar af hálfu þeirra sem eru að dreifa því eða til að afla fjár.

Hér má lesa ítarlega umfjöllun DV um hrelliklám

„Í einhverjum tilvikum getur hefndarklám birst lögreglu á þann veg að mörkin eru orðin óljós. Í upphafi hefur kynferðislegt myndband verið tekið og eftir samband er það notað með hótunum um að það fari í dreifingu ef þolandinn kemur ekki aftur til að hafa samfarir eða gera það sem brotamaðurinn vill að hann geri. Hótunin um að dreifa myndefninu er þá verknaðaraðferð til þess að ná fram kynferðisbroti. Þannig gæti hefndarklámið orðið nauðgun,“ segir Þorbjörg og bætir við síðar í grein sinni:

„Ég upplifi það þannig með hefndarklámið að eins og með önnur kynferðisbrot eru brotaþolar feimnir að koma með þessi mál fram.“

Hér má lesa viðtal DV við Kolbrúnu Benediktsdóttur

Eins og komið hefur fram er ekki til sérstök lagaákvæði um hrelliklám á Íslandi, þó hafa nokkrir dómar fallið í slíkum málum. Í mars á síðasta ári var til að mynda karlmaður dæmdur í 60 daga skilorðbundið fangelsi í Héraðsdómsi Austurlands eftir að hann birti nektar myndir af fyrrverandi kærustu sinni á Facebook. Í dómnum segir að maðurinn hafi þar brotið gegn blygðunarsemi konunnar.

Sjá einnig: Dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir hefndarklám

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu