fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Banaslys í Reynisfjöru: Erlendur ferðamaður lést

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á staðinn

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. febrúar 2016 11:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur ferðamaður sem fór í sjóinn við Reynisfjöru í morgun er látinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út eftir að tilkynning barst um slysið en hún var síðar afturkölluð. Auk hennar var björgunarskipið Þór frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja kallað á vettvang sem og björgunarsveitir frá Víkverja.

RÚV greinir frá þessu. Ekki liggur fyrir hvernig slysið bar að garði en ítrekað hefur verið fjallað um slysahættu í fjörunni. Fjölmargir ferðamenn virðast ekki gera sér grein fyrir hættunni sem er fyrir hendi í fjörunni.

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagði í fréttum RÚV síðast í gær að Reynisfjara væri gott dæmi um ferðamannastað sem væri nauðsynlegt að hafa gæslumenn á. Fjaran er vinsæll staður meðal ferðamanna.

Sjá einnig: Í lífshættu í Reynisfjöru

DV hefur fjallað um slysahættuna í Reynisfjöru og í maí í fyrra var sagt frá ferðamönnum sem lentu í kröppum dansi og birtar ótrúlegar myndir. Þær má sjá í fréttinni sem vísað er í hér að ofan. „Það er ekkert sem öskrar á ferðamenn um hættuna sem fyrir er. Við verðum að gera betur hvað það varðar áður en illa fer,“ sagði Finnbogi Marínósson sem varð vitni að atvikinu.

„Þetta er náttúrulega ótrúlega fallegur staður og því eðlilegt að fjölmargir ferðamenn geri sér ferð þangað. Ég skal ekki fullyrða um hvort að Íslendingar gæti sín meira en það er hinsvegar alveg ljóst að erlendir ferðamenn gera sér enga grein fyrir þeirri hættu sem steðjar að,“ sagði Finnbogi í sama viðtali.

Hér má sjá atvikið sem varð í fyrra þegar erlendir ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru.
Hættulegur leikur Hér má sjá atvikið sem varð í fyrra þegar erlendir ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru.

Mynd: Finnbogi Marínósson

Í september greindi DV frá því að þrír menn hafi lagt sig í bráða hættu við að bjarga þeim fjórða sem veltist í brimi í fjörunni. Við björgunina skall á þeim risaalda og skolaði þeim inn í helli sem er við fjöruna. Þeir sluppu ómeiddir. Seint í fyrrasumar birti DV svo mynd af mæðgum sem sluppu naumlega undan briminu við stórhættulegar aðstæður. Banaslys varð í fjörunni árið 2007 þegar öldruð kona drukknaði. Hættan í fjörunni er því vel þekkt.

Sjá einnig:
Erlendir ferðamenn með börn í hildarleik
Hetjudáð við Reynisfjöru: Björguðu manni úr beljandi briminu
„Hún öskraði þegar aldan kom“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Erum við sátt við að algóritminn sjái um uppeldið“

„Erum við sátt við að algóritminn sjái um uppeldið“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum