fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Kennarar í fæðingarorlofi munu ekki fá eingreiðslu

Verða af 200 þúsundum króna – Ætlað að mæta samningsleysi – Sum sveitarfélög greiða þetta þó út

Ritstjórn DV
Föstudaginn 9. desember 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grunnskólakennarar sem verið hafa í fæðingarorlofi munu ekki fá 200 þúsund króna eingreiðslu sem kveðið er á um í nýjum kjarasamningi þeirra sem undirritaður var 29. nóvember síðastliðinn. Atkvæðagreiðsla stendur nú yfir um samninginn og hafa kennarar víða um land því verið að fara nánar í saumana á því sem liggur á borðinu. Eitt þeirra atriða sem kennarar sem eru og hafa verið í fæðingarorlofi undanfarna mánuði ráku augun í er að þeir munu ekki fá tiltekna eingreiðslu sem aðrir fá, og kveðið er á um í samningnum.

DV leitaði skýringa á þessu enda ljóst að kennurum í orlofi þykir þetta frekar súrt í brotið.

Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að ekki sé um einsdæmi að ræða í kjarasamningum kennara, svona sé þetta almennt séð í kjarasamningum. Eingreiðslur sem þessar eigi ekki við um fólk í fæðingarorlofi.
Um sé að ræða eingreiðslu til að mæta samningsleysi sem í tilfelli grunnskólakennara var frá júní fram í desember og um sé að ræða um 200 þúsund krónur. Misjafnt geti þó verið eftir sveitarfélögum, hvort kennarar í fæðingarorlofi verði af þessum greiðslum.

Sum sveitarfélög hafa greitt þetta út

„Ég veit að sum sveitarfélög hafa borgað þetta. Við erum að kanna hvernig þetta er hjá sveitarfélögum. Það er engin regla á því og mér er ekki kunnugt um hvernig það er.“

Einstaklingar í fæðingarorlofi þiggja greiðslur úr fæðingarorlofssjóði og fá því skiljanlega aðeins hækkunina sem um er samið hverju sinni eftir að þeir snúa aftur til starfa. Það fer því eins með eingreiðsluna, sem ætlað er að mæta samningsleysinu, og launagreiðslur á meðan fólk er í fæðingarorlofi. Ólafur segir skiljanlegt að fólki í fæðingarorlofi finnist þetta fúlt.

Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamning grunnskólakennara hófst á mánudag og stendur til 12. desember næstkomandi.

Margir sagt upp

Kjarabarátta grunnskólakennara hefur verið afar hörð. Fjölmargir kennarar hafa sagt upp störfum og fleiri bættust við eftir að nýr kjarasamningur var kynntur. Til að mynda sagði þriðjungur kennara við Réttarholtsskóla upp störfum degi eftir að samningurinn var undirritaður, enda ekki nógu ánægðir með þær kjarabætur sem þar var boðið upp á.
Ekki er því útilokað að kennarar komi til með að fella hinn nýja samning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala