fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ætlaði að kaupa sér kók og endaði með 22 milljónir í vasanum

Auður Ösp
Föstudaginn 9. desember 2016 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður af Vesturlandi er nú 22 milljónum ríkari eftir að hafa keypt sér lottómiða hjá N1 bensínstöðinni í Borgarnesi í lok nóvember. Vinningshafinn stoppar oft á leið sinni hjá N1 til að kaupa sér kók og ákvað að þessu sinni að taka með einn Lottómiða. Hann mun líklega seint sjá eftir því.

Í tiljynningu frá Ísleskri Getspá kemur fram að næst þegar maðurinn átti leið hjá bensínstöðinni bað hann afgreiðslumanninn að renna miðanum í gegn til að kanna hvort það væri nokkuð vinningur á miðanum sem myndi duga fyrir kókflösku. Upphæðin á miðanum ætti að sjá vinningshafanum fyrir kókflöskum út ævina en vinningurinn hljóðar upp á rúmlega 22 milljónir – skattfrjálst.

Vinningshafinn mun vera jarðbundinn maður og hyggst hann fjárfesta fyrir vinninginn. Að hans sögn er besta fjárfestingin að borga niður skuldir og það ætlar hann sér að gera og eins að klára þær framkvæmdir sem eru á heimilinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“