fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Viðræður flokkanna fimm sagðar vera að fjara út – aftur

Steytir enn á leiðum til tekjuöflunar og sjávarútvegsmálum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. desember 2016 13:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nánast er útilokað að flokkarnir fimm sem rætt hafa með óformlegum hætti um myndun nýrrar ríkisstjórnar að undirlagi Pírata, hefji stjórnarmyndunarviðræður. Frá þessu greinir Kjarninn.

Píratar hafa rætt við VG, Samfylkingu, Bjarta framtíð og Viðreisn um möguleikann á myndun ríkisstjórn. Kjarninn segir að himinn og haf skilji að VG og Viðreisn í mörgum veigamiklum málum. Viðreisn stendur fast á því að fara svokallaða uppboðsleið í sjávarútvegi og hafna með öllu tugmilljarða innspýtingu í velferð og innviði sem VG vill ráðast í – með hækkun á sköttum og gjöldum.

Á þessum málum steytti síðast þegar flokkarnir ræddu saman, og á þeim steytir enn, að sögn Kjarnans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala