fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Starfsmaður bílasölu stal nektarmynd úr síma kaupanda

Sendi sjálfum sér myndirnar í tölvupósti

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 7. desember 2016 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung hjón sem keyptu sér bíl árið 2015 lentu í því að nektarmyndum var stolið úr snjallsímanum þeirra þegar þau eftirlétu starfsmanni bílasölunnar símann í nokkrar mínútur þar sem hann ætlaði að fara yfir samþykkta greiðsluáætlun sem var geymd í honum.

Forsaga málsins er sú að presturinn Tim Gautreaux og eiginkona hans Claire gerðu sér ferð á bílasölu í janúar 2015 til að ganga frá kaupum á bifreið sem þau voru búin að líta hýru auga í nokkurn tíma. Fjallað er um málið í fjölmörgum erlendum fjölmiðlum í dag en atvikið átti sér stað í Texas.

Samkvæmt stefnunni sem var birt forsvarsmönnum bílasölunnar í byrjun vikunnar kemur fram að sölumaðurinn sem fékk síma Tim með því markmiði að stemma af nokkur atriði fyrir söluna hafi stolið nektarmyndum af Claire úr honum og sent sjálfum sér með tölvupósti. Myndirnar rötuðu einnig inn á klámsíðu.

Starfsmaðurinn reyndi að hylja slóð sína með því að fela öll ummerki en Tim komst engu að síður að brotinu eftir að hann sótti forrit sem sýnir senda tölvupósta sem búið er að eyða.

Tim segir að sér hafi verið mjög brugðið þegar hann komst að því að myndirnar hefðu verið sendar úr símanum með tölvupósti þar sem starfsmaðurinn hafi aðeins verið með hann í um 5 mínútur.

Hjónin krefjast þess að fá um 1 milljón dollara í miskabætur frá bílasölunni en hjónin segjast hafa orðið fyrir miklum andlegum skaða við brotið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”