fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

„Ég lofaði aldrei besta heilbrigðiskerfi í heimi“

Bjarni Benediktsson sagði að þjóðþing Íslendinga væri öfundað um allan heim

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. desember 2016 14:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra, í pontu í dag hvort ekki væri augljóst að hækka þyrfti skatta á Íslandi, í ljósi loforða þeirra kosningaloforða sem gefin hafa verið. Þetta kom fram í umræðu um fjárlagafrumvarpið.

Bjarni svaraði því til að skattar væru þegar háir á Íslandi og að hann væri ekki þeirrar skoðunar að uppi væru aðstæður til skattahækkana. Almennt væru aðstæður hér góðar og að íslenska þjóðþingið væri öfundað um alla Evrópu, og raunar víðar, svo sem í suður-Ameríku.

Varðandi kosningaloforð um að halda áfram að byggja upp svaraði Bjarni því til að hann ætti von á því að þingið myndi ákveða að verja auknu fé til einhverra mála, svo sem Dýrafjarðarganga og Herjólfs. „Ég lofaði hins vegar aldrei besta heilbrigðiskerfi í heimi, eins og háttvirtur þingmaður,“ sagði hann og beindi orðum sínum til Oddnýjar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið