fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Svæsin „vetrarælupest“ að ganga

Nóróveirum um að kenna – „Þetta er árstíðabundin pest“

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 6. desember 2016 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svæsin ælupest gengur nú yfir þjóðfélagið líkt og fyrri ár. „Þetta er árstíðabundin pest og nú er kominn tími á hana. Svíarnir tala um vetrarælupest og við sjáum þetta færast í vöxt þegar nær dregur hátíðunum. Það kemur svo annað svona skot venjulega í apríl-maí og því er spurning hvort að þetta tengist auknum mannamótum í kringum jól og páska,“ segir Haraldur Briem, yfirlæknir á sóttvarnarsviði landlæknisembættisins.

Að sögn Haraldar eru það nóróveirur sem valda pestinni og gengur hún yfir á 2-3 dögum hjá heilbrigðum einstaklingum. „Hún lýsir sér í magaverkjum og niðurgangi, jafnvel uppköstum. Flestir ná sér fljótt en pestin reynist eldra fólki þungbærari,“ segir Haraldur. Að hans sögn er mikilvægt að gæta að hreinlæti eins og handþvotti sem og að passa sig að hósta ekki yfir fólk eða mat. „Fólk getur verið að smita aðra í nokkra daga eftir að það hefur náð sér af veikindunum,“ segir Haraldur.

Að mati Haraldar er pestin svipuð að umfangi og í fyrra. „Maður er hinsvegar á nálum yfir því að inflúensan komi ofan í þetta. Hún er farin að láta á sér kræla í löndunum í kringum okkur. Það hafa komið einhver tilfelli hérlendis og þá er líklegt að við förum að sjá meira af henni í lok mánaðarins,“ segir Haraldur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi