fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Alþingiskonan Nicole Leigh fékk nóg: Lét tvo fordómafulla karla heyra það

„Ég tárast yfir því að hugsa að dóttir mín og önnur börn skuli mæta þessu viðhorfi aftur og aftur“

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 5. desember 2016 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Varúð.. kona sem er búin að fá nóg.:-( Formdómar eru ekkert grín. Það er særandi og ég ætla ekki leyfa samfélaginu að bjóða börnum mínum upp á það.“ Með þessum orðum hefst Facebook-pistill Nicole Leigh Mosty, nýkjörinnar þingkonu Bjartrar Framtíðar, þar sem hún greinir frá leiðinlegri uppákomu sem hún og börnin hennar upplifðu í bakaríi í höfuðborginni. Nicole fæddist í Michigan í Bandaríkjunum en flutti til Íslands árið 1999 ásamt íslenskum eiginmanni sínum.

Nicole var að bíða eftir afgreiðslu í bakaríinu og spjallaði á meðan við börnin sín á ensku, móðurmáli þeirra. „Tveir karlar sátu við borðið rétt hjá okkar (ég var ekki að hlera við vorum bara það nálægt að hægt var að heyra til þeirra). Einn þeirra sagði með miklum hneykslunarsvip og tón: „Það eru bara innflytjendur út um allt hérna“. Hinn svaraði „Já og þau tala ekki helvítis eitt orð í íslensku“,“ segir Nicole og tekur fram að fleiri miður skemmtileg orð hafi verið látin falla.

Þingkonan kláraði að versla í bakarínu en þegar hún var á útleið sneri hún sér að mönnunum og sagði á íslensku: „Ég heyrði og skildi hvert einasta orð sem þið sögðu. Mér þykir leitt að þið hafið ekki skilning á hversu mikið við innflytjendur höfum fram að færa íslensku samfélagi. Ég heiti Nichole Leigh Mosty og er nýkjörin þingmaður. Ég hlakka til að sýna ykkur í verki hvað við getum gert,“ sagði Nicole og gekk út úr bakaríinu. Ekki fylgir með sögunni hver viðbrögð mannanna voru.

Þegar út var komið átti hún stutt spjall við dóttur sína um uppákomuna og sú stutta sagði: „Mamma, ég vildi að þessir menn vissu að krakkar eru líka innflytjendur og að það særir okkur að heyra fullorðið fólk tala svona“.

„Ég hlakka svo til að leggja mig alla fram í að finna leið til þess að takast á við fordóma. Ég mun taka þessi orð með mér í vinnunni á hverjum degi á Alþingi. Ég tárast yfir því að hugsa að dóttir mín og önnur börn skuli mæta þessu viðhorfi aftur og aftur,“ segir Nicole. Þingkonan tekur þó fram að hún umgangist mun fleiri Íslendinga sem að mæti henni og börnum hennar með virðingu, skilningi og samkennd. „Bara ef þau myndu tala jafn hátt í bakaríinu og í samfélaginu sem heild,“ segir Nicole.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat