fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Lögreglan varar við íbúðasvindli

Biður fólk að fylgja eðlisávísun sinni

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 4. desember 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuborgarsvæðinu varar við íbúðasvindli á vinsælum vefsíðum eins og bland.is, mbl.is og airbnb. Lögreglan birti ábendingar fyrir almenning á Facebook síðu sinni, um hvernig hægt er að verja sig gegn svindli.

„Varastu öll frávik í eðlilegum samskiptum eins og með leigu á húsnæði. Ef þú hefur tök á þá skaltu alltaf skoða húsnæðið fyrst. Ef þú ert að leigja erlendis þá borgar sig að fara í gegn um trausta aðila og aldrei samþykkja samskipti eftir öðrum leiðum eða senda greiðslu utan kerfis.

Ef íbúðin er erlendis þá getur þú notað google maps til að skoða umhverfið og meta hvort að þetta sé rétt. Þá er líka skynsamlegt að skoða notkunarskilmála eins og hjá Airbnb sem tryggja viðskiptin en aðeins ef þau eru innan kerfis þeirra.

Ef þú færð skilaboð sem þér finnast tortryggileg þá skaltu leita þér ráða og fylgja eðlisávísun þinni.“

Lögreglan tekur þó fram að flestar íbúðaauglýsingar séu sem betur fer heiðarlegar og mbl.is og bland.is bregðist yfirleitt fljótt við ef upp kemst að verið sé að misnota þjónustu þeirra. Lögreglan biður fólk að hafa samand á abendingar@lrh.is eða senda sér einkaskilaboð á Facebook verði það vart við svind.

Hér að neðan er tilkynningin í heild:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu