fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Einungis fjórðungur Bandaríkjamann vill afnema Obamacare

Stefnt er að því að afnema lögin að hluta til í byrjun næsta árs

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 4. desember 2016 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Repúblikanar í Bandaríkjunum hafa í hyggju að afnema Obamacare snemma á næsta ári. Obamacare eru lög frá árinu 2010, kennd við Barrack Obama, sem tryggðu 20 milljónum Bandaríkjamanna heilbrigðistryggingu sem ekki áttu kost á henni áður.

Afnám laganna er þó vandkvæðum bundið þar sem stefnan er að halda hluta þeirra eftir. Til dæmis ákvæðinu um að fólk geti fallið undir sjúkratryggingu foreldra sinna fram að 26 ára aldri. Margir hafa einnig áhyggjur af því að algert afnám laganna geri tryggingafélögum kleift að neita fólki með undirliggjandi sjúkdóma um tryggingu.

Þrátt fyrir að lögin hafi verið umdeild frá upphafi sýna kannannir frá liðinni viku að einungis fjórðungur Bandaríkamanna vill afnema þau að fullu. 17% vildu að umfang laganna yrði minnkað en 49 vilja annað hvort halda lögunum eins og þau eru eða útvíkka þau enn frekar.

Könnunn sýndi þó að einungis 8% kjósenda sögðu að heilbrigðismál hefðu skipt mestu máli þegar þeir ákváðu hvern skyldi kjósa í síðustu kosningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu