fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Rússar hafa í hótunum við Norðmenn

Segja fyrirhugað framsal rússnesks ríkisborgara til Bandaríkjanna muni hafa neikvæð áhrif á samskipti ríkjanna

Ritstjórn DV
Laugardaginn 3. desember 2016 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákvörðun norskra stjórnvalda um að framselja rússneskan ríkisborgara, Mark Vartanyan, til Bandaríkjanna hefur valdið mikilli ólgu í samskiptum Rússa og Norðmanna. Rússnesk stjórnvöld segja ákvörðunina pólitíska aðgerð og hún muni hafa áhrif samskipti ríkjanna í framtíðinni. Norska ríkisútvarpið greinir frá.

Vartanyan var handtekinn af norsku öryggislögreglunni fyrir ríflega tveimur árum að áeggjan bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. FBI telur sig hafa sannanir fyrir því að hann hafi átt þátt í gerð og þróun tölvuvíruss sem kallast Citadel. Citadel er svokallaður trójuhestur, forrit sem laumað er inn í tölvur með öðrum tölvuskrám eða forritum sem notendur hlaða upp. Vartanyan hefur hins vegar alla tíð neitað sök.

Ákvörðun um framsal Vartanyans var tekin síðastliðinn fimmtudag og vakti hún hörð viðbrögð rússneska utanríkisráðuneytisins. Þar á bæ halda menn því fram að ákvörðunin sé pólitísk og hóta því að komi til framsalsins muni það hafa áhrif á samskipti þjóðanna til frambúðar.

Vartanyan óttast að erfið samskipti Rússa og Bandaríkjanna muni hafa áhrif á meðferð máls síns í Bandaríkjunum, verði hann framseldur. Þá hafa lögmenn hans lýst áhyggjum af því að þegar verði búið að semja um niðurstöðu ákæru á hendur honum áður en málið komi til kasta dómstóla, milli ákæruvalds og skipaðs verjanda. Verði hann dæmdur á Vartanyan á hættu að fá áratugalangan fangelsisdóm. Verjendur hans í Noregi og hann sjálfur velta nú fyrir sér að höfða mál á hendur norska ríkinu til að hnekkja ákvörðuninni um framsal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu