fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Byko og Húsasmiðjan dæmd fyrir ólöglegt verðsamráð. – Dómurinn illa unnin segir stjórnarformaður Byko

Skiptust á upplýsingum um verð á vörum. „Ásetningurinn var mikill“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 3. desember 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var eins og í lygasögu. Ásetningurinn var svo mikill. Og þegar héraðsdómur dæmdi þá svo saklausa og taldi þetta venjuleg viðskipti, veistu?… Það eru bara fífl í þessum héraðsdómi. Ég gat aldrei séð að þetta færi neitt öðruvísi.“

Þetta sagði Baldur Björnsson framkvæmdastjóri múrbúðarinnar í samtali við Fréttablaðið í morgun. Á fimmtudag sakfelldi Hæstiréttur átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar fyrir ólöglegt verðsamráð. Áður hafði Héraðsdómur dæmt þá saklausa.

Í dómi Hæstaréttar segir að „talið [hafi verið]sannað með vísan til þeirra gagna sem lögð höfðu verið fram í málinu að Byko hefði upphaflega spurst fyrir um verð hjá Húsasmiðjunni í símtölum, en samskiptin síðan þróast úr því að vera einhliða í að verða gagnkvæm þar sem þeir, sem ræðst hefðu við, skiptust á upplýsingum um verð hjá fyrirtækjunum í sömu eða sambærilegum vörutegundum sem einkum hefðu tilheyrt svokallaðri grófvöru.“

„Mér finnst þessi dómur bæði illa unninn og rangur og hann veldur okkur miklum vonbrigðum og í rauninni frammistaða íslenska réttarríkisins.,“ segir Guðmundur Halldór Jónsson stjórnarformaður Byko. RÚV greinir frá.

Baldur Björnsson tilkynnti Samkeppniseftirlitinu um verðsamráð fyrirtækjanna eftir að hafa fengið heimsóknir frá starfsmönnum Byko og Húsasmiðjunnar sem reyndu að fá Múrbúðina til að taka þátt í samráðinu að sögn Baldurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala