Varaformaður stjórnar seldi tæplega tvö prósent í Kviku

Finnur Reyr seldi hluta af bréfum sínum - Forstjóri ÍV seldi 1,6 prósenta hlut fyrir um 110 milljónir

Kvika seldi eigin bréf í bankanum sem nam um 2,7 prósenta hlut.
Bankinn seldi Kvika seldi eigin bréf í bankanum sem nam um 2,7 prósenta hlut.
Mynd: ©SalbjorgRitaJonsdottir/Dalla

Finnur Reyr Stefánsson, fjárfestir og varaformaður stjórnar Kviku fjárfestingarbanka, seldi hluta af bréfum sínum í bankanum þegar hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, fyrrverandi eigendur Skeljungs, og fjárfestirinn Sigurður Bollason keyptu í lok síðasta mánaðar samanlagt um fimmtán prósenta hlut í Kviku. Fjárfestingarfélagið Snæból ehf., sem er í eigu Finns Reyrs og eiginkonu hans, Steinunnar Jónsdóttur, seldi þá 1,87 prósenta hlut í bankanum. Þau eru hins vegar eftir sem áður á meðal stærstu hluthafa Kviku með 7,32 prósenta hlut í gegnum eignarhald sitt á félaginu Siglu, sem er jafnframt í eigu Tómasar Kristjánssonar, viðskiptafélaga þeirra.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.