Fréttir

Viðskiptablaðið hagnast um tíu milljónir

Sjötta árið í röð sem útgáfufélagið skilar hagnaði

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. desember 2016 11:00

Hagnaður útgáfufélagsins Mylluseturs ehf., sem á og rekur Viðskiptablaðið og tengda fjölmiðla, nam ríflega tíu milljónum króna á árinu 2015 og minnkaði um liðlega 3,5 milljónir frá fyrra ári, að því er fram kemur í nýbirtum samandregnum ársreikningi félagsins. Allt frá 2010 hefur starfsemi félagsins skilað hagnaði á hverju einasta rekstrarári.

Samkvæmt ársreikningi Mylluseturs námu eignir félagsins um 140 milljónum króna í árslok 2015. Eigið fé er 49 milljónir og eiginfjárhlutfall félagsins er því um 35%. Eignir Mylluseturs eru að langstærstum hluta útistandandi viðskiptakröfur, en þær voru liðlega 109 milljónir í lok síðasta árs. Heildarskuldir eru um 54 milljónir króna og minnkuðu um fimmtán milljónir frá fyrra ári.

Eigendur útgáfufélagsins eru Pétur Árni Jónsson með 67 prósenta hlut og Sveinn Biering Jónsson með 33 prósenta hlut. Pétur Árni lét af störfum sem útgefandi blaðsins í febrúar á þessu ári og var staðan samtímis lögð niður. Þá hætti hann sömuleiðis sem eini stjórnarmaður félagsins og tók Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Mylluseturs og faðir Péturs Árna, sæti hans í stjórninni. Skömmu síðar var tilkynnt um ráðningu Péturs Árna sem framkvæmdastjóra hjá fasteignafélaginu Heild sem er í eigu tveggja fjárfestingarsjóða í stýringu Gamma Capital Management.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Kötturinn sem Davíð Oddsson dekraði fallinn frá

Kötturinn sem Davíð Oddsson dekraði fallinn frá
Fréttir
Í gær

Tryggvi fastur á Landspítalanum í átta mánuði – „Börnin eru bara að molna niður“

Tryggvi fastur á Landspítalanum í átta mánuði – „Börnin eru bara að molna niður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsárás í Breiðholti – Ökumenn í vímu

Líkamsárás í Breiðholti – Ökumenn í vímu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slökkvistarf stendur enn yfir á Hvaleyrarbraut – Ekki vitað um eldsupptök

Slökkvistarf stendur enn yfir á Hvaleyrarbraut – Ekki vitað um eldsupptök
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Óþægilegt fyrir alla

Óþægilegt fyrir alla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn af hverjum þremur Íslendingum les ekki bækur á íslensku

Einn af hverjum þremur Íslendingum les ekki bækur á íslensku
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnrún lenti í óhugnanlegu atviki: „Hryllir við því hvað hefði getað gerst“ – Hvetur fólk til að fara varlega

Arnrún lenti í óhugnanlegu atviki: „Hryllir við því hvað hefði getað gerst“ – Hvetur fólk til að fara varlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harpa – Á meðan ég eldaði kvöldmatinn sprautaði hann sig inni á klósetti og var næstum dáinn

Harpa – Á meðan ég eldaði kvöldmatinn sprautaði hann sig inni á klósetti og var næstum dáinn