Fréttir

Biðin endalausa

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar
Þriðjudaginn 20 desember 2016 09:36

Ár eftir ár sjáum við sjónvarpsmyndir frá Landspítalanum þar sem sjúklingum hefur verið komið fyrir á göngum og í setustofum vegna þess að ekki er pláss fyrir þá annars staðar. Í sjónvarpsfréttum fyrir örfáum dögum var sýnd mynd af sjúklingi sem lá á gangi og notaði handklæði til að verjast birtunni sem þar var. Hann var að reyna að festa svefn. Rætt var við annan sjúkling sem af æðruleysi sagði að miðað við fréttir frá Sýrlandi væru þær aðstæður sem honum væri boðið upp á ágætlega boðlegar. Auðvitað er hneykslanlegt að staðan sé á þennan veg hjá þjóð sem býr við mikla velmegun.

Það er vitað að leggja þarf mun meiri fjármuni í heilbrigðiskerfið en gert er. Um það virtust allir stjórnmálaflokkar sammála áður en gengið var til kosninga. Reyndar hljómuðu þeir þá eins og afar samstæður hallelújakór. Það kom svosem ekki á óvart. Fyrir kosningar segja stjórnmálamenn yfirleitt bara það sem þeir halda að fólk vilji heyra. Svo kemur að efndum og þá eru stjórnmálamenn fljótir að gleyma. Einnig það er hætt að koma á óvart.

Ástandið er orði svo slæmt að aðgerða er þörf og það strax. Það er ekki hægt að bíða endalaust. Við getum ekki látið það viðgangast lengur að öryggi sjúklinga sé ógnað og þeir geymdir hér og þar á sjúkrahúsum vegna þess að ekki er pláss fyrir þá á sjúkrastofunum. Enginn vill slíkt ástand, því þarf að breyta og það kostar fjármuni.

Það er eins og okkur miði ekkert áfram þegar kemur að því að bæta heilbrigðiskerfið. Við sjáum sömu fréttamyndirnar ár eftir ár af ömurlegri aðstöðu á sjúkrahúsum. Við heyrum stöðugt sömu viðtölin við lækna. Það er engin furða að einn þeirra hafi í viðtali sagst vera orðinn eins og biluð grammófónplata, hann sé alltaf að segja sömu hlutina. Sjálfsagt gerir hann þetta í von um að stjórnvöld fari að leggja við hlustir fremur en að vera á harðahlaupum frá málinu.

Stundum finnst manni eins og það fari óendanlega í taugarnar á stjórnmálamönnum, sem eru við völd hverju sinni, þegar forystumenn heilbrigðisstétta tjá sig um slæma stöðu mála. Það er eins og stjórnmálamennirnir telji ekki æskilegt að læknar stígi fram í sjónvarpi, leyfi myndatöku á sjúkrahúsi og sýni áhorfendum hver staðan raunverulega er. Þarna eru læknar ekki að fara út fyrir verksvið sitt. Það er skylda lækna að huga að velferð og öryggi sjúklinga sinna og það er sömuleiðis skylda yfirmanna að láta sig hag starfsmanna varða. Þeir læknar sem ræða við fjölmiðla eða skrifa greinar um slæmt ástand á spítölum gera það ekki vegna þess að þeir séu athyglissjúkir og þrái að komast í sjónvarpsviðtal. Þeir eru að vinna vinnuna sína og benda á ólíðandi ástand. Fyrir það ber að hrósa þeim, ekki hreyta í þá ónotum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 20 mínútum síðan
Biðin endalausa

Sjómenn á Fjölni GK fundu fótinn: Skór fylgdi með – „Ósk áhafnarinnar að fundurinn veiti manneskju sálarró“

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Sjómenn á Fjölni GK fundu fótinn: Skór fylgdi með – „Ósk áhafnarinnar að fundurinn veiti manneskju sálarró“

Sívar er látinn: Ásdís Halla minnist bróður síns

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Sívar er látinn: Ásdís Halla minnist bróður síns

Örn fór af spítalanum eftir hjartaáfall: „Ég varð að fara að spila – Það er ekkert sem stoppar þig“

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum síðan
Örn fór af spítalanum eftir hjartaáfall: „Ég varð að fara að spila – Það er ekkert sem stoppar þig“

Umfangsmiklar aðgerðir á Faxaflóa: Kafbátur var notaður til að ná upp líkamsleifunum

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum síðan
Umfangsmiklar aðgerðir á Faxaflóa: Kafbátur var notaður til að ná upp líkamsleifunum

Skipverjar Polar Nanoq minntust Birnu

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Skipverjar Polar Nanoq minntust Birnu

Líkamshlutar finnast við Snæfellsnes

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Líkamshlutar finnast við Snæfellsnes

Rúnar Freyr gjaldþrota

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Rúnar Freyr gjaldþrota

Páll hjólar í ritstjóra Stundarinnar: „Axlið ábyrgð ykkar og biðjist afsökunar“

Mest lesið

Rúnar Freyr gjaldþrota

Ekki missa af