Bandarískur sjóður eignast eitt prósent í Icelandair

Aflandskrónueigandi á meðal stærstu hluthafa flugfélagsins - Umsvifamikill í sex skráðum félögum

Bréf Icelandair hafa lækkað um meira en 32% frá áramótum eftir að leiðrétt hefur verið fyrir arðgreiðslum. Markaðsvirði fyrirtækisins er í dag 115 milljarðar króna.
Erfitt gengi Bréf Icelandair hafa lækkað um meira en 32% frá áramótum eftir að leiðrétt hefur verið fyrir arðgreiðslum. Markaðsvirði fyrirtækisins er í dag 115 milljarðar króna.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Fjárfestingarsjóður á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management komst nýlega í hóp stærstu hluthafa Icelandair Group með tæplega eins prósents eignarhlut. Sjóðurinn Global Macro Portfolio, sem hefur fjárfest í fjölmörgum skráðum félögum á Íslandi á undanförnum misserum, er eini erlendi fjárfestirinn sem kemst á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa flugfélagsins. Sé tekið mið af núverandi markaðsvirði Icelandair, sem er um 115 milljarðar króna, þá er hlutur bandaríska sjóðsins metinn á liðlega 1.150 milljónir króna.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.