fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Vilja safna kröftum um helgina

Píratar telja þingstjórn ekki tímabæra

Kristín Clausen
Föstudaginn 2. desember 2016 14:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur í dag hitt fyrir og rætt við formenn stjórnmálaflokkanna á skrifstofu sinni að Staðarstað við Sóleyjargötu í Reykjavík.

Óraunsæ

Fyrstur á fund forsetans var Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem tjáði Guðna hann teldi forystumenn stjórnmálaflokkanna hafa verið óraunsæja í stjórnarmyndunarviðræðunum.

Þá gekk Katrín Jakobsdóttir á fund forseta. Hún kvaðst orðin þreytt og vill meira andrými til að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Þá lagði hún til að viðræðurnar yrðu saltaðar fram yfir helgi

Benedikt Jóhannesson. formaður Viðreisnar, var sammála Katrínu um að það væri kominn þreyta í fólk og benti á að það þyrfti að vanda vel til verka í málinu.

Sigurður Ingi Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins og núverandi forsætisráðherra, sagði í samtali við Guðna að hann vildi fá stjórnarmyndunarumboðið.

Þingstjórn ekki tímabær

Umboðsmenn Pírata með Birgittu Jónsdóttur, formann flokksins, í fararbroddi mættu á skrifstofu forseta um hádegisbil. Þeim þykir umræða um þingstjórn ekki tímabær og vilja fimm flokka stjórn.

Ótarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sagði að það þyrfti að hefja samtalið upp á nýtt og ítrekaði að það væri á ábyrgð kjörinna stjórnmálamanna að mynda ríkistjórn.

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingar, var síðastur til að hitta forsetann. Fyrir fundinn sagði hann að skynsamlegast væri að reyna að ná sáttum í fimm flokka viðræðum.

Síðar í dag er búist við því að forseti Íslands boði til fjölmiðlafundar og tilkynni næstu skref. Þing kemur saman næsta þriðjudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu