fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Íslenskur fíkniefnasali tilkynnti svikulan viðskiptavin til lögreglu

Auður Ösp
Föstudaginn 2. desember 2016 16:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var í maí síðastliðnum að einstaklingur leitaði til lögreglunnar á Akureyri og tilkynnti hótanir um barsmíðar af hálfu manns, sem jafnframt reyndist vera svikull viðskiptavinur. Það sem gerir málið nokkuð sérstakt er að söluvaran var 20 grömm af maríjúana. Vísir greinir frá þessu.

Forsaga málsins er sú að fíkniefnasalinn kom á heimili viðskiptavinarins og hugðist selja honum efnið. Neitaði viðskiptavinurinn að borga, en í þess í stað hrakti hann fíkniefnasalann á brott með hótunum um barsmíðar. Leitaði þá fíkiefnasalinn til lögreglu og tilkynnti málið.

Var í kjölfarið gerð húsleit hjá umræddum viðskiptavini, sem var þar staddur ásamt öðrum manni. Við húsleitina fannst umrætt efni, auk þess sem þar fundust ofskynjunarsveppir og kannabisplöntur. Þeir félagar eru nú ákærðir fyrir fikniefnalagabrot, og þá er viðskiptavinurinn umræddi ákærður fyrir hótanir í garð fíkniefnasalans.

Á meðan er fíkniefnasalinn ákærður fyrir sölu á maríjúna, sem hann hugðist selja viðskiptavininum á 75 þúsund krónur. Hann er jafnframt grunaður um að hafa áður hagnast á sölu fíkniefna.

Þá kemur fram á vef Vísir að málið verði tekið fyrir í hérðasdómi Norðurlands eystra á næstu vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi