fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Sjálfstæðisflokkur með yfirburði í borginni

Fengi rúmlega 34 prósent atkvæða ef kosið væri í dag

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 19. desember 2016 07:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðisflokkur fengi flesta borgarfulltrúa ef gengið yrði til sveitastjórnarkosninga í dag en núverandi meirihluti fengi þó fjórtán borgarfulltrúa gegn níu fulltrúum minnihlutans. Samfylking og Framsókn tapa talsverðu fylgi. Þetta er samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Fréttablaðið birtir og fjallar um í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn í borginni mælist með 31,9 prósenta fylgi, Samfylkingin kemur næst með 17,1 prósent, þá VG (15,4%), Píratar (14,6%), Björt framtíð (13%), Framsóknarflokkur (4%), aðrir flokkar (3,9%).

„Þetta er í átt við þær meginlínur sem við sáum í þingkosningunum í október. Sjálfstæðisflokkur bætir við sig og Samfylkingin tapar miklu fylgi,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, við Fréttablaðið en Samfylkingin fékk 31,9 prósenta fylgi í kosningunum árið 2014.

Grétar segir þó að staða Samfylkingarinnar í borginni, sem er mun betri en staða flokksins í landsmálunum, gæti bent til sterkrar stöðu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Könnun fréttastofu 365 var gerð dagana 12. til 14. desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu