fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Stórtækir ilmvatnsþjófar

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 16. desember 2016 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar höfðu fyrr í mánuðinum afskipti af tveimur erlendum ferðamönnum vegna þjófnaðar á ilmvatni.

Í tilkynningu frá Tollinum kemur fram að mennirnir hafi verið stöðvaðir í grænu hliði og reyndust þeir vera með ilmvatnsbirgðir, að verðmæti langt umfram það sem leyfilegt er að koma með til landsins. Tollverðir haldlögðu því umframvarninginn.

Daginn eftir birtust þeir aftur í flugstöðinni, þá á leið úr landi. Tollverðir ákváðu að athuga með mennina og við heimilaða leit í farangri þeirra fundust tólf ilmvatnsglös að verðmæti tæplega 150 þúsund krónur og Bose Bluetooth-ferðahátalari að andvirði tæplega 35 þúsund krónur.
Í ljós kom að mennirnir höfðu látið greipar sópa í fríhöfninni og var málið kært til lögreglunnar á Suðurnesjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“