Snúin staða hjá SVÞ vegna stjórnarsetu forstjóra MS

Forstjóri Mjólkursamsölunnar situr í stjórn Samtaka verslunar og þjónustu - Hafa gagnrýnt MS harðlega og búvörulögin

Samtök verslunar og þjónustu hafa undanfarin ár barist fyrir afnámi innflutningstolla og sagt MS vera pakkað inn í „þægilegar tollverndarumbúðir“.
SVÞ Samtök verslunar og þjónustu hafa undanfarin ár barist fyrir afnámi innflutningstolla og sagt MS vera pakkað inn í „þægilegar tollverndarumbúðir“.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar (MS), situr í stjórn Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) sem hafa barist fyrir afnámi innflutningstolla á landbúnaðarvörur og ítrekað dregið upp mynd af MS sem ríkisstyrktu einokunarfyrirtæki. Samtökin hafa talað fyrir afnámi þess hluta búvörulaga sem undanþiggur mjólkuriðnaðinn ákvæðum samkeppnislaga en forstjóri MS aftur á móti beitt sér gegn því að tollfrelsi verði aukið og lögin endurskoðuð frá grunni. SVÞ hafa einnig gagnrýnt MS við ýmis önnur tækifæri þrátt fyrir að fyrirtækið sé félagi í samtökunum.

Af samtölum blaðamanns við forsvarsmenn fyrirtækja innan SVÞ er ljóst að sumum þykir „óheppilegt“ eða „rangt“ að forstjóri MS taki þátt í að móta stefnu samtakanna og komi að veigamiklum ákvörðunum. Þeir benda á að stefna SVÞ um aukið frelsi í viðskiptum stangist oft á við hagsmuni MS. Aðrir félagsmenn sem DV ræddi við eru ekki mótfallnir því að Ari sinni stjórnarmennsku samhliða forstjórastarfinu og fagna því að skiptar skoðanir séu innan stjórnarinnar. Benda þeir á að Ari þurfi að endurnýja umboð sitt á aðalfundi samtakanna í mars á næsta ári – í fyrsta sinn sem forstjóri MS.

Gagnrýndi MS

Ari var upphaflega kosinn í stjórn SVÞ í apríl 2014 þegar hann var forstjóri 365 miðla. Tæpu ári síðar var hann endurkjörinn til tveggja ára en á þeim tíma var hann hættur hjá fjölmiðlafyrirtækinu og starfaði sjálfstætt. Í maí 2015 var Ari svo ráðinn forstjóri MS, og var þá varaformaður SVÞ, en önnur dæmi eru um að stjórnarmenn í SVÞ sitji áfram eftir að hafa skipt um starfsvettvang. Nokkrum mánuðum áður en Ari var fyrst kjörinn í stjórn SVÞ gagnrýndu samtökin MS vegna stóra smjörmálsins svokallaða.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.