fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
FréttirLeiðari

Okkur er ekki sama um Aleppo

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 16. desember 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjustu fréttir herma að hafið sé að flytja uppreisnarmenn og fjölskyldur þeirra í Austur-Aleppo á brott. Vonandi heldur það samkomulag. Við höfum of oft fengið fréttir frá þessum slóðum af samkomulagi um vopnahlé sem ekki hefur haldið. Hryllingnum verður að linna. Undanfarið höfum við fylgst með íbúum Aleppo sem margir hverjir hafa á samfélagsmiðlum sent áhrifamikil skilaboð til umheimsins um skelfinguna sem þeir búa við. Þetta eru einstaklingar sem hafa horft upp á fólk myrt með köldu blóði og búa sig undir að þannig kunni jafnvel að fara fyrir þeim sjálfum. Í hættulegu umhverfi þar sem mannslíf eru lítils metin er auðvelt fyrir þessa einstaklinga að trúa því að heiminum standi á sama um örlög þeirra.

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, sendi á dögunum frá sér tilkynningu og minnti á þau sannindi að stríðið í Sýrlandi bitni ekki síst á börnum. Í tilkynningunni sagði einnig að heimsbyggðin horfði aðgerðarlaus á hörmungarnar. Það er samt ekki alveg þannig.

Stríðsherrum heimsins stendur á sama um íbúa Aleppo, mannfall í styrjöld er í hugum þeirra einungis nauðsynlegur fórnarkostnaður. Síðan er það því miður þannig að Sameinuðu þjóðirnar, göfug stofnun sem mark ætti að vera tekið á, hafa ekki haft mátt til að takast á við það verkefni að koma þar á friði.

Um allan heim er hins vegar fólk sem býr yfir þeim hæfileika að geta sett sig í spor annarra og finnur til með þeim sem þjást. Þetta er venjulegt fólk sem vill lifa friðsælu lífi, fjarri stríðsátökum. Blessunarlega hefur það flest fengið þá ósk sína uppfyllta. Það hefur hins vegar of lengi fylgst með blóðugum átökum í Aleppo og hefur jafnlengi spurt: Af hverju stöðvar enginn þetta blóðbað?

Þessu fólki stendur ekki á sama um örlög íbúa Aleppo. Það eina sem það getur gert er að sýna að því standi ekki á sama og hvetja um leið þjóðarleiðtoga til að beita sér. Þess vegna fer þetta fólk út á götur til að sýna samstöðu með þeim sem enn lifa í Aleppo og minnast þeirra sem hafa dáið. Þessi samstaða er sýnileg. Tökum örfá dæmi af fjölmörgum. Í hinni heillandi stórborg París var slökkt á ljósum Eiffel-turnsins til að minnast fórnarlambanna í Aleppo. Á torgi í Amsterdam var kveikt á kertum og sömuleiðis í Bern í Sviss. Stríðinu var mótmælt við Downing-stæti og í Istanbúl. Í Madrid vörpuðu samtökin Læknar án landamæra myndum af loftárás á sjúkrahús.

Í átökunum um Aleppo er enginn sigurvegari en ótal fórnarlömb. Umheiminum stendur sannarlega ekki á sama. Eins og hefur sýnt sig á undanförnum dögum.

Nú á aðventunni getum við Íslendingar lagt okkar af mörkum með því að styðja við þau hjálparsamtök sem veita stríðshrjáðum aðstoð í Aleppo og Sýrlandi. Það er virðingarvottur sem vert væri að veita í aðdraganda hátíðar sem börnin njóta svo mjög.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala