fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

„Óviðunandi ástand“

Fulltrúar Sahlgrenska-háskólasjúkrahússins sammála um að nýrnaígræðslur í íslenska sjúklinga voru „óeðlilega“ fáar í ár

Ritstjórn DV
Laugardaginn 10. desember 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég á ekki von á öðru en að ígræðslum muni fjölga verulega. Annað er ekki ásættanlegt fyrir okkur,“ segir Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga og umsjónarmaður líffæraígræðsluteymis Landspítalans, sem í síðustu viku fundaði með fulltrúum Sahlgrenska-háskólasjúkrahússins í Gautaborg.

Tilefni fundarins var að leita skýringa á því hruni sem varð á nýraígræðslum í íslenska sjúklinga á árinu 2016, samanborið við önnur ár, sem DV greindi frá í síðasta mánuði.

Aðeins ein í ár

Þar kom fram að aðeins ein nýraígræðsla hafi verið gerð á Íslendingi í gegnum norrænt samstarf um líffæragjafir, samanborið við átta árið áður. Ígræðslan eina kom í þokkabót ekki fyrr en í byrjun nóvember.
Um er að ræða samstarf undir merkjum ígræðslustofnunarinnar Scandiatransplant sem starfrækir líffærabanka. Líffæri sem Íslendingar gefa fara í bankann og ígræðsla fer oftast fram á Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsinu í Svíþjóð, sem er samstarfssjúkrahús verkefnisins. Ísland hefur verið aðili að þessu samstarfi frá árinu 2010.

Að meðaltali hafa íslenskir nýrnasjúklingar verið að fá um 5–6 ígræðslur á ári í gegnum þetta verkefni en árið 2016 var afar slæmt. Svo slæmt að Íslendingar óskuðu eftir fundi til að fara yfir stöðuna sem álitin var alvarleg.

Óeðlilega fáar aðgerðir

„Við áttum ágætan fund með fulltrúum Sahlgrenska-háskólasjúkrahússins í síðustu viku. Farið var ítarlega yfir þetta mál og ýmsa aðra þætti samstarfsins. Aðilar voru sammála um að nýraígræðslur í íslenska sjúklinga hefðu verið óeðlilega fáar síðastliðið ár, ekki síst með hliðsjón af miklum fjölda líffæragjafa héðan, og það væri óviðunandi ástand sem þyrfti að leiðrétta hið fyrsta,“ segir Runólfur. Hann ítrekar þó að aðgengi íslenskra sjúklinga að ígræðslum annarra líffæra hafi verið ágætt.

Ekki meðvituð ákvörðun

Samkvæmt upplýsingum sem DV fékk í síðasta mánuði eru nú 12 íslenskir nýrnasjúklingar á formlegum biðlista eftir ígræðslu. Fleiri eru síðan á undirbúningsstigi. Aðspurður hvort íslenskir nýrnasjúklingar á biðlista megi nú, í kjölfar fundarins og þeirrar staðreyndar að menn voru sammála um að ástandið hafi verið óviðunandi, búast við fleiri ígræðslum á næstunni segir Runólfur að hann eigi ekki von á öðru.

Einn tilgangur fundarins var að leita skýringa á þessu hruni en aðspurður hvort slíkar skýringar hafi fengist segir Runólfur:

„Engin ákveðin skýring og ekkert sem bendir til að þetta hafi verið meðvituð ákvörðun af þeirra hálfu.“

Sjá einnig:

Aðeins einn fengið nýru það sem af er ári

Vonast til að fá nýra áður en barnið fæðist

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu