fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
FréttirLeiðari

Hvað má segja börnum?

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 9. desember 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jólin nálgast og flestir bíða þeirra í tilhlökkun. Vissulega eru til þeir sem láta sér fátt um allt tilstandið finnast og geyma ekki jólaandann í brjósti sér, en vonandi ekki margir. Jólin eru ljúfur tími sem minnir okkur á náungakærleik og allt það góða.

Á þessum tíma eru jólaskreytingar alls staðar, þar eru ekki bara jólasveinar áberandi heldur einnig englar og Jesúbarnið. Jólalögin hljóma og þar er mikið um lofsöng til Guðs og frelsarans. Enginn ætti að komast hjá því að vita af hverju við fögnum jólunum. Stundum er samt eins og vilji sé til þess að börnin viti sem minnst af því.

Á hverju ári verða umræður um heimsóknir skólabarna í kirkjur um jól, en af einhverjum ástæðum hleypir tilhugsun um þær heimsóknir illu blóði í einhverja sem rausa mjög um skelfilega trúarinnrætingu. Það er engu líkara en að velferð barna sé í stórhættu stígi þau inn í kirkju á skólatíma í desember og hlusti á prest segja frá fæðingu frelsarans. Þarna er fullmikill æsingur á ferð. Það er nú ekki eins og prestar landsins séu ofsatrúarfólk sem hóti börnunum fordæmingu og eldum helvítis hneigi þau sig ekki í auðmýkt frammi fyrir altarinu.

Flest börn ættu að hafa gleði og ánægju af því að fara inn í fallega skreytta kirkju og heyra fagra sögu um fæðingu barns. Flestir foreldrar vilja örugglega að börn sín fari í slíka heimsókn. Svo eru þeir sem vilja það ekki. Enginn vill þvinga þá til að gefa samþykki sitt og enginn ætti heldur að vilja draga börn óviljug inn í kirkju. Það er trúfrelsi í landinu og það ber að virða. Á sama hátt og ekki skal þvinga neinn í kirkjuheimsóknir skal heldur ekki meina skólabörnum að fara í guðshús og fræðast þar um kristna trú.

Maður á allt eins von á því að fólkið, sem ekki getur hugsað sér heimsóknir skólabarna í kirkjur landsins, fari fram á að textar jólalaga séu ritskoðaðir og nafn Jesú og Guðs máð úr þeim. Þessu fólki væri vel trúandi til að halda því fram að gríðarleg innræting sé í textum sem börn og unglingar læra ósjálfrátt utanað og fela í sér lofsöng til almættisins. Það væri alveg eftir þessum hóp að spyrja vandlætingarfullt: Er virkilega við hæfi að syngja slíka söngva á jólaskemmtunum í skólum? Er ekki rétt að forða börnum frá svo vondri innrætingu?

Kristin trú hefur haft jákvæð áhrif á menningu okkar og lífsviðhorf, enda einkennist hún af náungakærleik. Afar margir leitast við að verða ögn betri manneskjur um jól og það getur ekki verið annað en gott. Náungakærleik gleymum við of oft. Jólin minna okkur rækilega á gildi hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“