Fréttir

Hættulegar brautir

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar
Föstudaginn 2 desember 2016 06:00

Okkur ber að hafa tjáningarfrelsið í heiðri og muna að það er ekki bara fyrir þá sem eru sammála okkur heldur líka fyrir hina sem við erum gjörsamlega ósammála. Þetta vitum við auðvitað mætavel en samt gleymum við þessu sjálfsagða atriði alltof oft.

Í þjóðfélagsumræðunni eiga menn stundum erfitt með að halda ró sinni. Sérstaklega í netheimum hamast menn og djöflast sem aldrei fyrr og sjálfsögð kurteisi er léttvæg fundin. Í hita leiksins falla alls kyns orð. Eins og búast má við eru mörg þeirra heimskuleg og enn önnur jafnvel mannfjandsamleg. Það lýsir til dæmis ekki mikilli virðingu fyrir manneskjum að tala niðrandi um samkynhneigða. Sá sem það gerir ljómar ekki beinlínis af umburðarlyndi og víðsýni. Vísast viljum við flest siða hann til. Spurningin er hversu langt ber að ganga í þá átt. Best er að vinna mál sitt með rökræðu, þótt það kunni að kosta þrotlausa vinnu. Öllu verra er að draga viðkomandi fyrir dómstóla og krefjast frelsissviptingar, eins og hægt er að gera samkvæmt íslenskum lögum.

Pétur Gunnlaugsson, lögfræðingur og þáttastjórnandi á Útvarpi Sögu, og Jón Valur Jensson guðfræðingur hafa báðir verið ákærðir fyrir hatursorðræðu um samkynhneigða í útvarpi og á neti. Báðir voru þeir afar gagnrýnir á hinsegin fræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar, þótt þeir virtust um leið ekki hafa hugmynd um hvernig sú fræðsla væri hugsuð eða hvernig staðið væri að henni. Þeir höfðu einfaldlega sterka skoðun á málinu án þess að hafa kynnt sér það og létu stór orð falla. Fyrir það eru þeir ákærðir. Víst er að ýmsir hafa látið svipuð og verri orð falla opinberlega. Stendur til að leita allt það fólk uppi?

Orð geta meitt en það er ekki hægt að banna þau. Það er ekki hægt að leita uppi hvern þann sem viðhefur særandi orð í garð annarra eða talar niðrandi um einstaka hópa og refsa honum og dæma hann jafnvel í fangelsi. Ef það væri tíðkað í lýðræðisríkjum sæti verðandi Bandaríkjaforseti, Donald Trump, nú á bak við lás og slá.

Þegar henta þykir flöggum við tjáningarfrelsinu, lofum það og prísum. Þegar verulega reynir á eigum við ekki að fara í felur og segja að nú standi þannig á að það henti bara alls ekki að hafa tjáningarfrelsið í heiðri. Heimskulegum og vondum skoðunum ber að andmæla af festu og með rökum. Þegar við erum farin að draga fólk fyrir dóm vegna særandi orða þá erum við komin á hættulegar brautir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 29 mínútum síðan
Hættulegar brautir

Sjómenn á Fjölni GK fundu fótinn: Skór fylgdi með – „Ósk áhafnarinnar að fundurinn veiti manneskju sálarró“

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Sjómenn á Fjölni GK fundu fótinn: Skór fylgdi með – „Ósk áhafnarinnar að fundurinn veiti manneskju sálarró“

Sívar er látinn: Ásdís Halla minnist bróður síns

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum síðan
Sívar er látinn: Ásdís Halla minnist bróður síns

Örn fór af spítalanum eftir hjartaáfall: „Ég varð að fara að spila – Það er ekkert sem stoppar þig“

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum síðan
Örn fór af spítalanum eftir hjartaáfall: „Ég varð að fara að spila – Það er ekkert sem stoppar þig“

Umfangsmiklar aðgerðir á Faxaflóa: Kafbátur var notaður til að ná upp líkamsleifunum

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum síðan
Umfangsmiklar aðgerðir á Faxaflóa: Kafbátur var notaður til að ná upp líkamsleifunum

Skipverjar Polar Nanoq minntust Birnu

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Skipverjar Polar Nanoq minntust Birnu

Líkamshlutar finnast við Snæfellsnes

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Líkamshlutar finnast við Snæfellsnes

Rúnar Freyr gjaldþrota

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Rúnar Freyr gjaldþrota

Páll hjólar í ritstjóra Stundarinnar: „Axlið ábyrgð ykkar og biðjist afsökunar“

Mest lesið

Rúnar Freyr gjaldþrota

Ekki missa af